Jörð - 01.09.1946, Side 145
Jens Lindhard og Ulí Ekman:
Kjarnorkan í stríði og friði
(Utdráttur úr greinum í Fremtiden, júlíhefti þ. á.)
K JARNORKUMÁLIN eru þess eðlis, að það er almenn
þegnskylda að reyna að átta sig á þeim, því þau snúast
mannkyninu annað hvort til h'fs eða dauða.
Frá Ameríku hefur ýmislegt komið undanfarið missiri, sem
er til upplýsingar um þessi efni. Áhrifamest er bæklingur, sem
sem nefnist „One World or None“ (Einn heimur eða eng-
inn), og er skrifaður af ýmsum kunnustu sérfræðingum á
þessum sviðum. Greinarnar eru allar með varfærnisiegu orða-
lagi vísindanna, en því álirifameiri efnis vegna. Það leynir
sér ekki, að þar er beint knýjandi ávarpi til mannkynsins alls.
í bæklingnum er m. a. grein eftir Philip Morrison um eyði-
inagn kjarnorkusprengjnnnar, eins og hún nú er. Hann telur
t. d., að sprengja, senr félli í New York, mundi tortíma um
300,000 mönnum, og að vel mætti hugsa sér, að atómsprengju-
árás, sem nú væri gerð á Bandaríkin (hefði annað ríki aðstöðu
til slíkra hluta), mundi tortíma 40 milljónum manna á nokkr-
nm fyrstu mínútum liinnar skyndilegu árásar.
E. U. Condon og L. N. Ridenour leitast við að svara spurn-
ingunni um, hvort nnindu nokkrar varnir gegn kjarnorku-
sprengjuárás. Condon -bendir á, að hægur vandi væri að lauma
slíkum sprengjum í bögglum til annars lands. Úran 235 líti
út sem hver annar málmur.
Þá verður að gera ráð fyrir sameiningu atómsprengju við
flugskeyti og rriá vel írnynda sér, að skotið yrði fleiri hundruð-
unr ef ekki þúsundum skeyta í einu. Gerum ráð fyrir, að fundn-
ar hafi verið upp varnir við þess konar skothríð, — þær yrðu
þó aldrei svo, að ekki Slyppu 10 % í gegn, og miklu líklegra,
að 60—70 % kæmust alla leið. F.n ekki þyrfti nema örfáar til
gereyðingar einni borg.
Aðalniðurstaða: Það er ekki sjáanlegt, að neinar varnir verði
bl við kjarnorkusprengjunni.