Jörð - 01.09.1946, Side 147
JORÐ
145
Það er álitið, að í yfirborði Jarðar séu úranbirgðir með
500,00 sinnum meiri orku en er í öllum kolalögum hnattar-
ins. Er ekki að efa, að nú verður liafin leit að fjársjóðum í
jörð, sem ekki á sér neitt fordæmi í sögu mannkynsins.
Líklegt er, að kjarnorkan verði, sem orkulind, ti! muna
ódýrari en t. d. kol. Og radíó-geislunin mun reynast óyfir-
sjáanleg uppspretta uppgötvana í iæknisfræði, líffræði og efna-
fræði auk, að sjálfsögðu, eðlisfræði. Radíum er að verða lítils
háttar leikfang til þerira hluta í samanburði við úraníum.
Það verður nú að gera sér alvarlega ljóst, að komi aftur til
styrrjaldar, verður hún háð með kjarnorkusprengjum. Einnig
hitt, að hafi sambandsher Sameinuðu þjóðanna einn kjarn-
orkusprengjur undir hendi, er þar með (>11 styrrjöld og allur
vígbúnaður úr sögunni.
Fljótlega eftir að kjarnorkusþrengjan varð kunn, skipaði
Bandaríkjastjórn stóra nelnd til að gera yfirlit yfir þau við-
horf, sem við það komu í ljós, og gera tillögur um, hvað gera
skyldi því til tryggingar, að hinn ægilegi kraftur yrði nýttur
mannkyninu til gagns, en bægt frá einstæðum tortímingum.
Nú í vor gaf nefnd þessi út skýrslu með tillögum í fimmtán
liðum: A Rapport on the International Control of Atomic En-
ergy. Er það niðurstaða nefndarinnar, að alþjóðlegt eftirlit sé
ekki óframkvæmanlegt.
í álitinu er fyrst tekið fram, að eftirlit út af fyrir sig muni þó
óframkvæmanlegt, svo að veruieg trygging væri að. Það verði
að sameina eftirlitið jákvæðri starfsemi. Svo bezt verði það t. d.
fært um að hafa nægilega mikið og fuilkomið lið fræðimanna á
sínum vegum til að fylgjast með öllum nýjungum á sviði kjarn-
orkumálanna.
Nefndin kemur fram með ákveðnar tillögur, í aðaldráttum,
um, hvernig málum þessum sku'li hagað, og þar með, hvernig
fara skuli að, af hálfu ríkja og bandalags Sameinuðu þjóðanna,
til stjórnmálalegs og hernaðarlegs öryggis, á meðan verið er að
koma hinu alþjóðlega eftirliti á laggirnar.
Nefndin byggir á því, að eina hagnýta uppsprettan til kjarn-
orkuvinnslu sé úraníum (og að nokkru leyti, í sambandi við
það thóríum). Undirstöðuatriðið verður þá að hafa fullt eftir-
10