Jörð - 01.09.1946, Qupperneq 148
146
JÖRÐ
lit með námi þessara málma. Enginn má hafa rétt til þess málm-
nárns, nema hin alþjóðlega eftirlitsstofnun; hún á að eiga allt,
senr finnst í náttúrunni af þessum málmum og hafa rétt til að
leita þeirra. Mætti vel hugsa sér þessa stofnun sem starfsdeild
í bandalagi Sameinuðu þjóðanna, segir í nefndarálitinu. Þó að
einhverjum tækist e. t. v. að svíkjast til að hefja nám þessara
málma án vitundar alþjóðastofnunarinnar, yrði það varla svo
lengi, að það tækist að vinna úr þeim sprengjur, því það er
óskaplega fyrirferðarmikið og tímafrekt fyrirtæki. Og er ekki
unnt að taka fyrir slíkt með jafntryggilegum hætti og þeim að
„stemma ána að ósi“.
Með þessu lagi yrði stofnunin ekki fyrst og fremst lögreglu-
stofnun, og mundi það létta henni starfið ómetanlega.
Greint er á milli hættulegrar og hættulausrar nytjunar á
kjarnorku. Hættuleg nytjun er t. d. venjulegur stafli (,,pile“),
sem gefur plútóníum sem aukaafurð. Hins vegar má ganga
þannig frá bæði Ú. 235 og plútóníum, að nota megi það í orku-
vinnslustöðvum án liættu. Er það þá nefnt „denatúrerað“ (sbr.
t. d. denatúreraðan spíritus), og er mjög miklurn vanda bundið
að breyta Jrví aftur í hættulegt efni. Á Jressu byggist það, að hafa
má kjarnorkuvinnuslustöðvar án þess, að mjög vinnufrekt
eftirlit þurfi að hafa með þeim.
Við vísindarannsóknir Jrarf ekki nema mjög lítið úraníum-
magn, og þar sem „denatúrerað'* efni nægir til Jreirra, þarf ekki
nema lítið eftirlit með Jreim.
Eftirlitsstofnunin verður að eiga og reka geysistórar stöðvar,
Jjar sem úraníum er „denatúrerað". Áríðandi er, að þær stöðvar
séu dreifðar víða um hnöttinn. Er að Jrví bæði öryggi og hag-
ræði. Kjarnorkuvinnslustöðvar yrðu ekki stofnsettar né reknar
nema með samþykki eftirlitsstofnunarinnar.
Tillögurnar, sem Bandaríkjastjórn gerði svo að sínum og bar
fram í Öryggisráðinu, sýna, að raunverulegur möguleiki er til
öryggis og að Bandaríkin liafa tekið föstum og einlægnislegum
tökum á málinu.
BERNARD BARUCH heitir hann, fulltrúi Bandaríkjanna
í kjarnorkunefnd Sameinuðu þjóðanna. Hann er frægur