Jörð - 01.09.1946, Page 155
Guðmundur Einarsson:
Tvær altaristöflur
FYRIR nokkrum árum var ég á ferð norður og austur á
land. í þeirri ferð var ég svo lánsamur, að fá að sjá ýmsa
fegurstu staði á landinu, svo sem Hallormstaða- og Vaglaskóg,
Dettifoss, Goðafoss og Asbyrgi. Allt þetta eru myndir, sem
ekki hverfa fljótlega úr huga manns. í þessari ferð kom ég til
Húsavíkur, og fékk að skoða
kirkjuna, sem Rögnvaldur sál.
Olafsson hyggði þar. Ég hygg,
að vart rnuni hér á landi veg-
legra musteri reist, Guði til dýrð-
ar. Smíði kirkjunnar og stíl
ætla ég ekki að gera að um-
ræðuefni í þessum línum, enda
skortir mig þekkingu til þess. Þó
má geta þess sem aukaatriðis,
að í þessari kirkju er enginn
prédikunarstóll. Það er næsta
ótrúleg saga, sem veitingamað-
urinn á Húsavík sagði okkur, í
því sambandi, nl. að bygginga-
meistarinn hefði gleymt stóln-
um, á uppdrættinum, þar til er
það var orðið um seinan. En
livað um það — mér finnst kirkj-
an engu tapa við það.
Guðmundur Einarsson,
bóndi á Brjánslæk á Barða-
strönd, áður b. í Hergilsey á
Breiðafirði, er maður mjög
áhugasamur um andleg mál
og sýnt um að setja fram
skoðanir sínar með áhrifa-
mikum hætti og þeim
þunga, sem flestir lærðir
menn mættu öfunda hann
af. Eða svo sýnist ritstj.
JARÐAR af bréfum þeim,
sem hann á í fórum sínum
frá honum. Guðmundur er
á velli og að viðmóti sá
maður, er ritstj. hefur
fundist, að mundi bera mest
svipmót af norrænum forn-
aldarköppum, þeirra, er
honum hafa fyrir augu
borið.