Jörð - 01.09.1946, Side 156
Í54
JÖRÐ
Það, sem fyrst vakti athygli mína — eins og raunar alltaf þar,
sem ég kem í kirkju í fyrsta skipti — var altaristaflan. Það
er stór Kristsmynd, og margar mannamyndir til beggja handa;
á hún sjáanlega að tákna eitt af lækninga-kraftaverkum Jesú.
Myndin er sérkennileg og fögur.
„Hvernig finnst ykkur þetta málverk?“ spurði leiðsögumað-
urinn okkar. Mér varð ógreitt um svör; mér fannst myndin að
vísu sérkennileg og lét það í Ijós, að Kristsmyndin hefði gjarn-
an mátt vera ofurlítið fríðari, annars sæi ég svo sem ekkert sér-
stakt við liana. „Skoðaðu liana betur,“ sagði veitingamaðurinn.
Það var auðheyrt, að hann var hreykinn af myndinni. „Skoðaðu
hana úr öllum hornum kirkjunnar og segðu mér svo, hvers þú
verður var.“ — Húsavíkurkirkja er krosskirkja, svo að hornin
eru nokkuð mörg.
Eg settist í bekk framarlega í kirkjunni og horfði á mynd-
ina. Og nú varð ég þess var, að myndin horfði á mig, stórum,
alvarlegum augum. Drættirnir í andlitinu voru djúpir og
hreinir; það var eins og sársauki og ósegjanleg blíða skini út
úr hverjum drætti, og augun alvarleg, blíð og biðjandi, og
þó skipandi jafnframt.
Leiðsögumaðurinn kom til mín. „Jæja,“ sagði hann, „þér
finnst hún horfa á þig. Það er einmitt liið sérkennilega við
þessa mynd, því að hvar sem maður er staddur í kirkjunni,
livort sem maður er uppi eða niðri og í hverju horni sem er,
þá finnst manni myndin einlægt horfa beinlínis á sig og engan
annan.“
Og til að sanna þessi orð sín, fór hann með mig upp á loft
og um alla kirkjuna, uppi og niðri. Það var bókstaflega satt.
Mér virtist Kristsmyndin yfir altarinu alls staðar liorfa á mig
einan.
EG HEFI oft hugsað, hvort ekki rnundi nokkurt samband
milli altaristöflu og safnaðar; hvort trúarþroski og trúar-
Jrörf spegluðust ekki að verulegu leyti í þeim myndum, sem
söfnuðirnir yndu við í kirkum sínum. Mér finnst það svo
ósköp eðlilegt, að fagrar altaristöflur, eins og þessi í Húsa-
víkurkirkju, eigi ekki lítinn þátt í því að fegra og móta trúar-