Jörð - 01.09.1946, Síða 157
JÖRÐ
15S
hugmyndir þeirra, sem hafa þær oft fyrir augum, þegar hugui
þeirra, undir guðsþjónustu, er opinn fyrir því, sem guðlegt er.
Það getur líka varla hjá því farið, að ef slík mynd sem þessi
í Húsavíkurkirkju, festist í huga einhvers kirkjugestanna, taki
sá hinn sami að reyna að gera sér fastari hugmynd um þann,
sem myndin á að tákna — jafnvel þótt við vitum öll svo vel,
að myndir eins og Kristsmyndir eru aðeins hugarsmíði málar-
anna, mismunandi eftir ástæðum. Kristur, vinnandi kærleiks-
verk, horfandi á mann, hvar sem maður er staddur, er í raun
og veru sú Kristsmynd, sem allir geta sameinast um, hvernig
sem trúarhugmyndir þeirra eru að öðru leyti.
EN NÚ ætla ég að minnast á aðra altaristöflu, sem ég sá
þetta sania sumar. Ég var þá á ferðinni í strjálbýlli sveit,
þar sem verið var að halda ungmennafélagsskemmtun. Þarna
var kirkjustaður og fór ég þess á leit við kirkjubóndann, að
ég fengi að skoða kirkjuna. Hann sagði mér, að því miður
gæti hann ekki veitt mér þá bæn, því hann væri ekki lykla-
vörður kirkjunnar; byggi sá á næsta bæ, er lyklavöldin hefði
á hendi, en mér væri velkomið, að hann lánaði mér krakka
til að skreppa þangað, og tók ég því boði þakksamlega.
Kirkjan stóð úti í túnjaðri, fátækleg og skinin, sem ekki
er ótítt um sveitakirkjur á landi hér. Mér fannst hún eitthvað
svo einmanaleg og hnípin.
Lyklavörðurinn kom nú eftir nokkurn tírna og opnaði. Uppi
yfir altarinu sá ég málverk af tveim blómsturpottum með lilj-
um í og spurði ég, hvort þetta væri altaristaflan. Satt að segja
fannst mér það gæti verið nothæft, þó að óvenjulegt væri.
Lyklavörðurinn brosti alldrýgindalega, eins og hann vildi
segja: „Nei, góði minn; við hér höfum nú eitthvað merkilegra
að sýna en svona veraldlega liluti.“ Gekk hann nú inn fyrir
gráturnar og sýndi mér, að þetta var vængja-hurð utan yfir
sjálfri altaristöflunni. Hann opnaði nú þessa hurð, og kom
þá í ljós eitthvert hið lélegasta klessumálverk, sem ég hef aug-
um litið, eða öllu heldur þrjú slík. Fyrir miðju var mynd,
sem hefur víst átt að tákna kvöldmáltíðina; einhverjar ófreskj-
(Niðurlag á bls. 158.)