Jörð - 01.09.1946, Síða 161
B. O. B.:
Faðir vor
VI.
HELGIST nafn þitt.“
Þetta er undirstöðubœnin, sem allt liitt hvílir á.
„Það er eilífa lífið, að þekkja þig, einn, sannan Guð. . . .“
Guðsþekking — það er uppsprettan að öllu, sem til lífs liorfir,
úr því að Skepnan er komin á það þroskastig, að unnt er að
tala við liana um eðli og tilgang lífsins. Til þess kom Jesús
Kristur til Jarðarinnar, að kveikja með mönnunum þekkingu
á, að Guð er faðir — vor, — og að vér eigum að læra að vera
Föður vorum börn, en systkini innbyrðis. Þegar maðurinn
hefur fengið þekkingu á þessu, stendur honum opinn nýr þró-
unarvegur — vegur „hins nýja sáttmála" (Lúk. 22,20), „liins
fullkomna lögmáls frelsisins" (Jak. 1,25) — guðsbarnsins, er
það að vísu þarf heila eilífð til að eigna sér að fullu: Það
er „erfingi Guðs, en samarfi Krists“ (Róm. 8,17).
Með þessari bæn biðjum vér um, að oss auðnist að þekkja
Guð. „Að þekkja Guð er að þekkja velgerðir hans,“ segir
Melankton, hinn mikli félagi Marteins Lúthers. „Öll góð
gjöf og fullkomin gáfa er að ofan og kernur niður frá föður
ljósanna,“ segir í Jakobsbréfi. „Guð er kærleikur," segir í
I. Jóhannesarbréfi og er frægt. Jesús lýsti föðurkærleika
Guðs á óviðjafnanlegan hátt í dæmisögunni af „glataða syn-
inum“. Og liann staðfesti kenningu sina um þann Föður-
kærleika með pínu sinni og dauða á þann hátt, að það er
óbilandi undirstaða að trú á hann, og þá bezt, er á mest reynir,
hverjum, er tekur sér fyrir hendur að hugleiða þann feril
fórnandi kærleika og takmarkalauss trúnaðartrausts og mann-
legs virðuleika.
í bæninni, sem hér um ræðir, biðjum vér Guð um, að oss
auðnist að losa oss æ betur við hvers konar rangar, villandi
og óvirðulegar hugmyndir um Hann og að skilja æ betur stór-
mannleik Hans, föðurlegt örlæti Hans, mildi Hans — og hei-
lagleik.