Jörð - 01.09.1946, Page 162
160
JÖRÐ
Viðhorf Gnðs gagnvart frumstæðum og úrkynjuðum mynd-
um mannlifsins er vafalaust einbert föðurviðhorf undir niðri,
þó að annað sýnist stundum blasa beinast við auga---Guð
er of stór, og verkefni Hans einnig, til þess að Hann verði
skynjaður eða skýrður með skynsemi einni saman. Hjartað
eitt er fært um að taka við þekkingunni á innsta kjarna Til-
verunnar.
Með manninum er nefnilega dularfullt andlegt líffæri, sem
nefnt hefur verið hjartað. Ekki er ljóst, hvort það er af-
markað líffæri í hinum andlega manni, eða hvort það er eins
konar innsti samnefnari gervalls persónuleikans — svo að ekki
sé tekið allt of föstum tökum á lítt handsamanlegu rannsóknar-
el’ni. En hvort Iieldur sem er, þá er hjartað aðaltæki mannsins
til að þekkja Guð — raunverulega.
Þá felst í bæn þessari einnig hjartans ósk um, að oss auðnist
að skilja æ betur helgi þeirrar Tilveru, sem Guð er höfundur
að: helgi óspilltrar náttúru og hæfileika hennar allrar til að
taka ræktun, göfgun; eilífðareðli hennar sem undirstöðu og
verkefni Heilags Anda.
í þessari bæn biðjum vér um meiri lotningu. Lotning er hin
frjóa mold, sem ein megnar að ala hinn dýrasta og viðkvæm-
asta gróðúr mannlegs lífs. Lotning lyftir lífinu upp í æðra
veldi. Andstæða lotningar er svínið, sem treður perluna undir
fótum. Án lotningar verðúr lífið fyrr en varir að saurugu
svaði. Lotning lýkur upp dyrum að helgidómum og máttar-
verkum.
Loks biðjum vér í bæn þessari um, að oss auðnist að greiða
fyrir guðsþekkingu náunga vorra; — að þjóð vor og mannkynið
allt læri æ betur að þekkja Guð — svo að „ríki Hans komi og
vilji Hans verði svo á Jörðu sem á himni“.