Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 14
76
SYRPA
af augum þeim, sem ætíö höfSu lit-
iS blíSiega til hans.
Aumingja SigríSur og aumingja
Tryggur! Nú urSu þau aS ganga
þreytt og blaut, upp um fjöll og
heiSar, í kafníða þoku, þegar aSrir
fengu að hvíla sig og sofa út og
ætluSu svo aS fara aS búa sig til
messunnar, eSa gleBja sig á annan
hátt eftir langa og hressandi hvíld.
V.
ÞaS lá illa á Þorsteini þegar hann
sofnaSi um kveldið. AtvikiS sem
skeði sunnan í Larr.bhúshólnum hélt
fyrir honum vöku. — HvaS þaS
var annars þreytandi og vitlaust
þetta alt saman! — Pabbi hans hafSi
hlotið að sjá þau Siggu kyssast, en
því mátti hann þá ekki sjá þaS? —
Var þeim þaS ekki frjálst? — Þau
elskuSust heitt og innilega og því
máttu þau þá ekki óáreitt sína ást
sína, bæSi honum og öðrum? Því
mátti ekki alheimurinn vita þaS, að
hann elskaSi Siggu eina og enga
aðra? — Ást þeirra var sönn og
hrein! þaS var ekkert Ijótt viS hana.
Og þó óttuðust þau föður sinn og
fóstra! Já, og það ekki að ástæSu-
lausu, því þaS var hann sem hafSi
forlög þeirra í hendi sér. En því
átti hann vald til aS ráða tilfinning-
um þeirra—þeh ra helgustu hjartans
óslcum og löngunum og slítasundur
ást þeirra ef honum að eins sýndist
svo? Og þó haföi hannþaSvald. En
það var óréttlátt. Himinhrópandi
synd! En hvaS átti hann að gjöra? —
Bíða, bíða og kveljastaf óvissunni,
unz tíminnsvaraSiöllum spursmálum
sem nú lágu þyngst á hjarta. — Já,
hann gat ekki annaS. IlafSi ekki
kjark aS segja föður sínum eins og
var. Þorði þaS ekki. —- —
Aumingja Sigga! HvaS hún átti
bágt. Nú þurfti hún aS fara á fæt-
ur fyrir allar aldir og smala, eins og
það var þó skemtilegt og svo kanske
ekki finna ærnar! ÞaS var eins og
ait væri á móti þeim og þaS altsam-
an var að kenna föSur hans. Og
þó vissi hann aS hann vildi sér vel,
frá hans þröngsýna sjónarmiði. En
því var pabbi hans svona? Æfin-
lega svona kaldur og stirfinn! Var
það ágirnd. — Þessi sífelda bú-
hyggja, sem gjörSi hann þannig?
ESa var þaS ættar-óhamingja, sem
hann fékk eigi viSráðið. — Skaps-
munirnir ósveigjanlegu?-------Þ>or-
steinn mintist nú sögunnar fornu.
Hann hafði oft heyrt vinnufólkið
vera að pískra um hana, þegarfaðir
hans heyrSi ekki til og hann hafði
líka sjálfur oft um hana hugsaS.
Pabbi hans var af ættinni og hann
sjálfur og Sigga. En skyldi lnin
nú ekki vera að eins tilbúningur
þessi saga? Nei, það gat hún tæp-
ast veriS, en líklega nokkuð ýkt.
Hann hafði heyrt fólk segjaaðkuld-
inn lægi í ætt föður síns, — væri
óheillafylgja, sem kæmi alla leið frá
bóndannm, sem fyrrum bjóáHömr-
um. Það gat kanske veriS satt aS
einhverju leyti. En því hafSi faSir
hans verið aS flytja sig aS Hömrum
úr því Hamrar áttu aS vera óheilla-
jörS ættarinnar, eftir sögninni að
dæma? Þorsteinn skildi þ;iS ekki.
Líklega trúSi faðir hans ekki um-
mælunum. Aldrei hafði hann minst
á þau einu orSi, svo hann myndi til.
Annars þekti hann ekki föður sinn.
AS eins vissi aS hann varóttalega
strangur og þver, þaS var alt og
sumt. — Ef til vill geymdi hann
miklu hlýrri og betri tilfinningar í
hjarta sínu, en nokkurntíma komu í