Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 33

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 33
LANDNÁMSSÖGUÞŒTTIR 9S annara húsa og byrjaö var að reisa þau, lagöi eg 1. októberá stað í bát niður að ármótum. Eg flutti með tvö hross og herfi. Vér héldum á- fram nótt og dag, en svo mikinn andbyr hafði eg og lélega ræðara, að ferðin stóð yfir í þrjá daga. Piltar mínir höfðu ekki unnið dyggilega. Þeir höfðu að vísu heyj- að dálítið, en lítið hafði áunnist að riðja Iandið og komst hausthveitið ekki í jörð fyr en 7. október, og urð- um við að nota hlújárn í herfis stað, því smið vantaði til að smíðatennur í herfið. Eg vistaði Kanadamann, sem var vel tii vina meðal Indíána, til að gjöra við þá kjötkaup og kaupa af þeim loðskinn, ef þeir skyldti bjóða þau. Maður þessi átti líka að fiska og' lijálpa til við byggingar þær er eg skipaði að reisa. Indíáni einn var fenginu til að veiða handa hópnurn, og eg skiidi eftir góðan forða af ,,pemican“ handa fólkinu sem eg átti von á, og skipanir, að það skyldi þegar koma til Pembina. Eg skildi hér eftir að eins fiinm menn. Komst eg til Pembina 18. október. Piltarnir höfðu starfað dyggilega í fjarveru minni, en þó voru engin hús reist, svo fiutt yrði inn í þau — —- —“ Þó fieiri örðugleikar yrðu á veg- um Selkirks lávarðar, en hann hafði í fyrstu húist við, lét hann halda á- fram að safna fólki til útflutnings eftir að fyrsti hópurinn lét í haf árið 1811. Nú var reynt að fá eins marga fjölskyldufeður til að flytja vestur og unt var. Ekki gekk alskostar greiðlega, en þó fór svo, að hópur karla, kvenna og unglinga sigldi frá Sligo á írlandi 24. júní 1812. Ekki er víst hve margir af þeim, seni í förinni voru fóru alla leið til Rauðár, en líklega nál. hundrað manns, þar af 18 konur og 16 börn og unglingar. Ferðin gekk fremur greiðlega, og eftir 61 dags sjóferð kom skipið til York Factory við Hudsonsfióann. Kéveny hét maður sá er fyrir þessari för stóð. Skrifar hann að nokkur hluti flokksins hafi farið af stað frá York Factory í fjór- um bátum, 7. sept., önnur deild flokksins í fjórum báturn 8. sept. og það sem þá var eftir leggi á stað á þrem bátum og einni kænu þann 9. Ferðin virðist hafa gengið greið- lega. Tuttugasta og sjöunda októ- ber konist hópurinn til árniótanna. Var það tæpum tveim mánuðum síð- ar en Miles Macdonell hafði náð þangað með sinn hóp. Sjálfsagt liefir fólkið búist við að búið væri að reisa hýbýli góð, en kom að óbygðu landi og lítt álitlegu til vetrarsetu, því að nú haustaði nijög að. Má láta Miles Macdonell segja frá og þýða áframhald af bréfi hans til jarlsins skrifuðu 17. júní 1813. „Mr.Keveny og hópurhans komu hingað 27. október og meðtók eg þá bréf yðar hátignar sent frá Sligo. Bréfin, sem þér segist hafa sent til Kanada, áleiðis til mín, 23. des., 24. marz og 9. apríl hafa ekki kom- ist til skila. Ekki ein einasta bytta eða rnaður tilheyrandi Hudsonsflóa fél. hefir kornið hingað úr þeiiriátt. Eg hefi meðtekið nokkur prívat bréf þaðan, en ekki eitt einasta viðvíkj- andi fólki mínu hér......Verzlun- armenn Norðvesturfél. sögðu mér þær fréttir að Hudsonsflóafél. hefði ráðið hundrað menn í Kanada, en að umboðsmenn Norðvesturfél. hefðu keypt allan börk, svo ekki hefði verið hægt að smíða byttur til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.