Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 19

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 19
ILLAGIL 81 , ,Pabbi! Eg- get kanske fyrirget- ið þér fúkyrði þín vegna eins: Þú veist ekki hvað þú segirsökum reiði þinnar og vonsku. Sjálfur veistu mjög vel, að eg liefi aldrei logið að þér, eða reynt að leika á þig. Öll þín ummæli um mig falla þvíásjálf- an þig. Að öðru leyti býst eg við að þú ráðir gjörðum þínum sjálfur hér eftir eins og að undanförnu, en eigi get eg skilið aðblessun og sam- vizkufriður geti fylgt þér, ef nokk- urt guösréttlæti er til, ef þú reynir af öllu megni fram á dánardægur, að gjöra syni þínum og fóstur- dóttur alt til bölvunar. Máttu líka vel vita, að egverð aldrei sami son- ur þinn og áður, eftir þennan dag, ef þú hel lur áfram þeirri stefnu.sem þú nú hefir tekið. Ætla eg svo ekki lengur að etja illdeilum við þig, pabbi, því það gjörir hvorugum okk- ar gott“. Rétt í þessum svifum kom hús- karlinn heim í lilaðiö með hestana, og var samræða þeirra feðganna lokið. Báðum var þungt niðri fyrir en þó einkum Þorsteini. Sigurður virtist aftur á móti vera orðinn dá- lítið rólegri, og reiðin aðmiklu horf- in. Orð Þorsteins höfðu haft áhrif á hann, og honum duldist eigi sann- leikurinn, sem þar lá á bak við, þótt hann eigi vildi kannast við það. — Þeir feðgar gengu inn í bæinn til húsfreyju, en vinnumaður fór að að leggja reiðtýgin á hestana. VI Þokan var birt upp. Það var glaða sólskin, heiður himinn og hressandi hafgola. 'Fólkið í dalnum þeysti til kirkj- unnar á fleygivökrum gæöingum, ullum af fjöri og lipurð, og höstum og lötum áburðarklárum, eftir efn- um og ástæðum hvers og eins. Frá Hömrum fóru þau hjónin og sonur þeirra til messunnar, eins og ráðgjört hafði verið, en Sigríður var ókomin heim. Þorsteini hafði eigi verið kirkjuferðin ljúf, og hafði sagt foreldruni sínum að það væri bezt að hann sæti heima í dag og færi hvergi, og hefði það líklega orðið, þó föður hans líkaði það miður, ef Ingibjörg móðir hans hefði eigi neitt lagt til þeirra mála. Þorsteinn hafði sagt henni viðræð- ur þeirra feðga og draum sinn og það með að hann ætlaði sér að vera heima Sigríði til skemtunar, en þá hafði mamma hans leitt honum það fyrir sjónir, að það yrði til þess að kveikja enn meiri eld hjá föðurhans. Væri betra að reyna að lokka hann og blíðka en gjöra þvert á móti skapi hans. Mætti þá vel vera að hann breyttist með tímanum. Að öðru leyti myndi fólkinu þykja það skrítið ef Þorsteinn settist aftur,þar sem allir vissu að hann ætlaði að fara. Varð það því úr, fyrir fortöl- ur móðir hans,og umtal föður lians, sem nú var orðinn allur annar en um morguninn, að hann hélt með þeim af stað, órólegur og í þungum hugsunum. Þau riðu hægt úr hlaðinu norður túnið. Hey-ilminn angandi lagði á móti þeim, borinn á vængjum hinn- ar svalandi hafrænu. Þokuúðinn glitraði tindrandi í sólarljósinu, eins og miljónir perlu og demantfesta væru lagðar yfir þvert og endilangl túnið. — Fegurð dalsins var óvið- jafnanlega dýrðleg og töfrandi. ,,Við skulum lesa bænina“, mælti Sigurður og byrgði andlit sitt með hattinum. Þorsteinn fylgdi dæmi 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.