Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 22

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 22
84 SYRPA veizlu, sem hann gat í té látið. — Fjóra rnenn bað hann að flytja Þor- stein heim, og fylgdust með þeim Ingibjörg húsfreyja og fleiri konur úr hópnum, því flestir hættu við messuferðina við atburði þessa_ Einn mann sendi hann eftir Halldóri í Tungukoti. Nærfærnasta niann- inum við lækningar í sveitinni og skvldi hann vera yfir Þorsteini. Annan lét hann fara eftir héraðs- lækninum, ogfékk honum þrjáhesta til reiðar og bað hann flýta sér sem mest. Var til læknisins fullkomin dagleið þótt liratt væri farið. Fjóra menn tók hann með sér heim að Hömrum, og héldu þeir þangað á harða spretti. Þar bætti hann við tveimur vinnumönnum sínum, svo þeir urðu sjö í förinni, sem ætluðu að freista að ná Sigríði dauðri eða lifandi upp úr Illagili. Höfðu þeir með sér reipi til að síga í og tæki til að bera hana íi, og hröðuðu þeir ferð sinni sem mest þeirmáttu. Var Sigurður alt af fyrstur, og áttu hin- ir fult í fangi með að fylgja honum eftir upp á hamrana. Annað slagið heyrðu þeir geltið í Trygg.sem ann- að hvort komst ekki upp úr gilinu eða vildi ekki yfirgefa Sigrlði, og sem virtist vera að gefa bendingu um það,hvar þau væru niðurkomin. Þegar þeir voru komnir þar á barm Illagils,sem slóðinn eftirkind- urnar lá yfir, og þar sem Sigríður hafði hrapað, sáu þeir hana ekki, því sVo mikið neðar var hún hröpuð enda klettar í gilinu, sem skygðu á. Klifruðu þeir þá niður með því nokk- urn spöl. Urðu klettarnir því þver- hníptari sem neðar dró. Kölluðu þeir til Trygs, sem svaraði þeim með því að gjamma, og voru þeir örfáa faðma frá þeim stað,sem hljóð- ið kom frá neðan úr gjánni. Þótt- ust þeir þá sjá að hér inyndiómögu- legt að komast niður. En rétt er þeir komu á þann blett, sem þeim virtist að hljóðið neðan úr gjánni myndi hafa verið beint fyrir neðan, sjá þeir mjóa hliðargjá eða þver- skoru inn í klettana, sem náði alla leið ofan í grjótbotninn. Þar sjá þeir að Sigríður hvílir og Tryggur hjá henni. Bjuggu þeir nú reipin út í snatri og buðust yngri menn- irnir úr hópnum að fara glæfraför þessa, en Sigurður vildi það eigi heyra. Bað þá að eins að gæta vel reipanna og seig svo sjálfur. För hans gekk betur en búast mátti við, og sýndi bezt karlmensku hans og hugprýði. Komst liann hann heill á húfi upp til þeirra, sem festum héldu, með Sigríði meðvit- undarlausa, en auðsjáanlega með lífsmarki. Var hún blóðug öll og helmarin, og föt hennar sundurtætt. En ekki fundu þeir að hún væri beinbrotin, en stórt sár, sem hún hafði fengið á höfuðið, álitu þeir aðal-orsök meðvitundarle)'sis henn- ar. Búa þeir um Sigríði, en þá heyra þeir gelt mikið og ýlfur niður í gjánni. Var það Tryggur, sem ekki treysti sér að komast upp lausa- grjótið í gilinu, og komst ekki upp gjána á eftir Sigurði. Vildu fylgd- armenn Sigurðar ekkert um harm hirða, en hann mælti að þess myndi Sigga litla óska, ef hún nú hefði ráð og rænu, að eigi væri Tryggur hér eftir skilinn hjálparlaus, sem laun fyrir trygð sína. Seig Sigurð- ur í annað sinn og kom meðTrygg, sem var blóðugur á bakinu af sári allmiklu, sem hann hafði fengið en að öðru leyti var.hann heill, og var fögnuður lians öllum auðsær þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.