Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 39

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 39
LANDNÁSSÖGUÞÆTTIR 10 Ekki kvaðst Grant hafa ætlað mönnum sínum aö gera svo mikið að í nýlendunni, taldi hann síðar að ákvörðun sín hafði verið einungis sú, að ógna bændum,svo þeir flyttu burt. En ekki lét hann þó við svo búið standa. Næsta dag krafðist hann þess, að virkið væri geíið upp. Sáu nýlendubúar sér ekki annað vænna,en að láta undan síga. Opn- uðu þeir hliðin og nú var Norðvest- urfélagið á ný einrátt við ármótin. Allir nýlendubúar urðu enn á ný að halda norður í land, áleiðis til York Factory. Hús þeirra voru brend og akrar troðnir niður. Flest- ir leituðu þeir vetrarsetu við Jack River. Nokkrir leituðu til fundar vjð vini og vandamenn, er til Kan- ada höfðu haldið sumarið áður. Auðn ríkti í nýlendunni, en menn Norðvesturfél. í Fort Douglas. Þeir af mönnum félagsins,er vestur komu frá Fort William, náðu til Fort Douglas fáum dögum eftir hryðju- verkið. Virtust þeir, ef sögnum má trúa, harla glaðir yfir afrekum kyn- blendinga. Héldu þeir með nókkra af mönnum Selkirks í böndum til Fort William. Meðan þessu fór fram var Selkirk lávarður sjálfur á leiðinni til nýlend- unnar. Hafði hann ákveðið að sigla upp eftir Superiorvatni vestur til Duluth. Síðan ætlaði hann þaðan landveg til Rauðavatns og niður Rauðá til Fort Douglas. Þegar skamt kom vestur fyrit Sault St. Marie frélti jarlinn af bardaganum við Eikurnar Sjö og að foringar fjandmanna sinna væru í Fort Will- iam. Flokk svissneskra hermanna hafði Selkirk með sér. Ætlaði hann að gefa þeim lönd í Rauðárdalnum. . Hann hafði einuig lögregluvald frá landstjóra Kanada. Afréð hann nú að halda til Fort William og taka fjandmenn sína fasta. Þarflaust er að skýra frá öllu er fram fór við Fort William. En svo fóru leikar að allir helztu menn Norðvestutfél. fóru sem fangar til Canada, en lá- varðurinn sat í Fort William um veturinn. í marz 1817 sendi hann Svisslendinga sína áleiðis til Fort Douglas. Gengu þeir á snjóþrúg- um alla leið frá Fort Williamjkomu virkisvörðutn að óvörum og náðu Fort Douglas á sitt vald. Seinna um vorið kom Selkirk lá- varöur sjálfurtil FortDouglas. Var þá all-mikill hópur bænda kominn til baka aftur. Heimsókn lávarðar- arins virðist hafa haft mikil áhrif til góðs. Hann hvatti búa sína til fram- kvæmda. Gaf mörgum upp skuldir og veitti þeim jarðir ókeypis. Stærsta sporið til sátta voru þó samningar hans við Indíánahöfð- ingja. Keypti hann af þeim land- landspildu mikla meðfram Rauðánni og Assiniboine-ánni, tveggja mílna breiða á hverjum árbakka. Bænd- ur settust á ný að löndum sínum. Svisslendingar fengu landspildur miklar austanvert við Rauðá, norð- anverðu við mynni Assiniboine-ár- innar. Miklar éldraunir hafði hópur þessi gengíð í gegnum. Fámennur var hann, og flestir öreigar. En er Selkirk lávarður skyldí við nýlend- una, í júnímánuði það sumar, má segja að hún væri komin á fastan fót. Að vísu héldu margír til Penib- ina næsta haust til vetrarsetu eins og áður, en aldrei var nýlendan yfir- gefin eftir þetta. Margar og þung- ar þrautir gekk þessi fámenni hóp- ur í gegnum næstu árin, en tneð <5- segjanlegu þreki voru þær bornar. Og upp frá þessu ári hafa hændur standað atvinnu sína í Rauðárdaln- um. Selkirk lávarður sá hugmynd sina koma í framkvæmd. Allur hinn mentaði heiniur sér í dag fylling þeirra fögru drauma, er skozka lá- varðitin dreymdi fyrir tneira en hundrað árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.