Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 27
ILLAGIL
89
.Guðblessi ykkur, sonur minn ogf
dóttir mín, og' þig góða gamla kon-
an mín, sem svo niargt hefir mátt
þola mín vegna. Þér skal eg veröa
maður og þeim skal eg veröa
f a ð i r, það sem eftir er æfinnar“.—
Bros lék um varir gömlu hjón-
anna er þau gengu heim rétt á eftir
Þorsteini, sem leiddi Sigríöi, sem
hallaði höfði að öxl hans.
,,Hvað þau eru sæl!“ mælti Sig-
urður.
„Jfi, og sæla þeirra er sæla okk-
ar, góði minn! Að styðja að ham-
ingju annara, er hin æðsta sæla í
lífinu, en — það eru svo fáir sem
læra að skilja það‘‘, svaraði Ingi-
björg um leið og þau gengu inn í
bæinn.
X.
Nú eru þau Sigurður og Ingibjörg
látin fyrir mörgum árumsíðan. Var
Sigurður hugljúfi hvers npanns til
síðstu stundar,og var sambúðyngri
hjónanna við hin eldri hin ástúðleg-
asta.
Tryggur, smalahundurinn, sem
bar nafn með rentu, lifði sem blóm
í eggi hjá þeirn, unz aldur mæddi
hann, og hann varð að lúka þá
skuld, sem líf allra verður úti að
láta.
Þorsteinn og Sigríður búa rausn-
arbúi á Hömrum. Nú þekur hrím-
blæja ellinnar hinn forna fífil þeirra
hið ytra. En innra býr lílið nteð
ljósið og ylir.n — endurskin hinnar
sönnu ástar, sem ein lætur lífskuld-
ann aldrei ná inn að hjartarótum
sínum.
Enn þá blasir Illagil við sjónum
manna, þungbrýnt, biturlegt, ægi-
legt. Þar sem kuldinn og dimman
býr með bölglott dauðans í hverjum
drætti myrkrúna þess. En svo lengi
sem upp fyrir það er farið — yfir
upptök þess og upp á eggina, þar
sem himininn heiður og víðsýnið
blasir við báðu megin — en eigi á
hömrunum— svo lengi verður hvorki
smalinn né gangnamaðurinn, sem
leita að fé sínu í fjallinu, fórnar-
lömb þess.
Endir.