Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 9

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 9
ILLAGIL 71 ,,Eg var ekki aö tala viö þig, Tryg-gur minn“, sagöi Sigríður og klappaði á koll hans. Tryggur di 11 - aöi skottinu glaður og sporléttur. Hljóp stundum ofurlítinn spotta fram fyrir hana og beiö hennar þar, eða að hann gekk við hliö hennar og horföi á hana meö fallegu aug- unurn sínu bláu. Þaö var trúrækiö fólkið á Hömr- um. Húslestrar og sálmasöngur var haföur þar daglega um hönd, nema rétt yfir há-bjargræöistímann, þá voru sunnudagarnir látnir nægja. Þegar Sigríöur var lítil var hún Iátin læra og lesa kvöld- og morg- un-bænir, ásamt óteljandi sálmum og versum, Faöirvori og blessunar- orðunum. Þegar hún gekk til hvílu á kveldin var hún látin signa sig og eins þegar hún fór á fætur; eða borðaði eöa fór í nýja skyrtu eða þvíumlíkt. Nú var þetta orðið nokkuð breytt. Þegar hún lagðist til hvílu, var hún oftast nær svo þreytt og syfjuð, að hún sofnaði undir eins, án þess að lesa nokkuð og á morgnana þurfti hún að fiýta sér svo mikið, að sign- ingin og bænagjörðin gleymdist oft að mestu leyti. Hún hafði samt iðulega nú í seinni tíð,beðið til guðs, þegar hún var á smalaferðum sínum og átti í stríði að finna ærnar. En henni fanst aðsér ganga svo undur- lítið betur að finna ærnar fyrir það. Og þó varð hún hugrakkari og sælli þegar hún var búin að biðja barns- lega og heitt til guðs, í einverunni og andstreyminu uppi í fjöllunum. Núna fanst henni að hún endilega þurfa að biðja. Ef guð ekki vildi hjálpa henni, þá var þó enginn ann- ar, sem var hægt að snúa sér til, nema aumingja Tryggur og hann gjörði æfinlega alt sem hann gat. Dróg aldrei neitt af kröftum sínum. Aldrei hafði hann hlaupið frá henni í þessi þrjú ár. Æfinlega verið jafn kíitur og viljugur,' þótt hann væri svangur og sárfættur, þreyttur og sveittur. En guð þurfti áreiðan- lega ekkert á sig að leggja, þó að hann veitti henni bæn sína. Hon- um var alt mögulegt án nokkurrar fyrirhafnar. Og ekki gat það ver- ið neinum til meins, þó hún fyndi ærnar, miklu fremur til góðs. Nei, hann hlaut að heyra bæn hennar. En þó hafði hún oft áður beðið und- ir sömu kringumstæðum, án þess orð hennar væru heyrð,—bæn henn- ar veitt. Henni fanst þaö ekki fallegt af guði að vera svona við sig, ekki hafa unnið til þess með breytni sinni. Hún leit á Trygg, sem gekk við hlið hennar og horfði við og viö á hana trygðar ogeinlægnis augunum sínum. Alt vildi hann gjöra fyrir hana. Hann sem var þó barasmala- hundur! Aldrei myndi hann láta vanta, ef hann gæti hjálpað því við, jafnvel þótthann hefði sár á löppun- um og ætti bágt með aö hreyfa sig fyrir lúa, Óttalega mikill munur var annars á þessum tveimur.--- En hvað í úsköpunum var hún að hugsa! Hún stansaöi alt í einu. Hún var komin upp í brekkurnar, sem lágu fram að Þverárdal og ætlaði nú að ganga upp dalinn og fram í botn. Henni fanst hún vera alveg hissa á sjálfri sér, að láta sér detta þetta í hug. Önnur eins samlíking og þetta! — Hún hafði syndgað. Guð hafði lesið hugsanir hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.