Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 13

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 13
ILLAGIL 75 ætlaði hún sér aS tala um þab við fósturforeldra sína. Bóndi stóð í dyrum úti. ,,Fanstu allar ærnar?‘‘spurði hann ,,Nei, það vanta 14“, svaraði Sigríður. ,,14“! át hann eftir með kulda- keim í röddinni og lét brýrnar síga. ,,Já“, svaraði hún ósköp lágt og aumingjalega. ,,Ogsamtertukomin heim! Held- urðu að þetta dugi Sigga?“ ,,Eg get ekki að því gjört. Þær hljóta víst að vera einhversstaðar upp í hömrunum, því fram í Þveríir- dal eru þær ekki“. ,,Já, en það skiftir engu hvar þær eru. Þú verður bara að finna þær. Ekki verða 14 ær látnar missa máls, það veistu sjálf“. ,,Eg veit að það er nú ekki gott, en eg held að mér sé ómögulegt að finna þær fyr en þoltuna birtir upp og svo langar mig svo mikið til þessaðkomast til messunnar“,mælti Sigríður í skjálfandi rómi og horfði niður fyrir sig. ,,Já, það er nú svo! En þangað færðu ekki að fara í þetta sinn, af því þó gast ekki fundið ærnar. Þú ættir að hugsa betur um smölunina, en þú gjörir, stelpan þín. Það er engin mynd á því að stökkva heim í bæ þegar vantar. Þú ert orðin svo gömul, að það ætti ekki að þurfa að segja þér það. Ekki nema það þó! — Heyrðu Sigga! Farðu nú undir eins af stað afturog kondu ekki heim fyrri en þú finnur ærnar og reyndu nú að fiýta þér, svo það verði hægt að mjólka þær með hin- um ánum“. Það komu tár fcam í augun á Sig- ríði, en hún svaraði engu, því hún vissi að það var ekki nema til ils eins. Hún kallaði á Trygg, sem kom strax til hennar með mötugt trýnið og hann heyrði hana nefna nafn sitt og;‘hélt á stað með hennt aftur upp í þokuna. Hún hafi hvorki séð Ingibjörgu né Þorstein. — Engan nema Sigurð. Ingibjörg var sjálfsagt við frammi- verkin eins og hún var vön, en Þor- steinn liklega ekki kominn á fætur. Svaf nú vært og rótt eftir viku þreytuna. En til hvers hefði það svo’verið að sjá þau? Elcki til neins. Aðeins til að ergja þau, ef þau hefðu vitað hvað henni leið illa. Enga þýðingu hafði það fyrir þau, aðhafa á móti því sem Sigurður sagði. Nei, það var nú ööru nær. Hann hefði einungis orðið verri. Það var alt og sumt. Þungutn fetum gekk hún upp brekkurnar, fram hæðirnar og upp á hamrana. Tárin féllu af augum hennar ofan í þokuúðann og sam- einuðust honurn, svo ekki var hægt að greina þau frá daggardropunum. Nú bað hún ekki til guðs. Til hvers var það líka? Ilafði hún ekki beðið hann í morgun eins heitt og hún gat -—eðavarhann núaðhefna sin á henni fyrir það sem hún hafði hugsað—? Hjarta hennar fyltist sárri sorg og gremju. Henni fundust allir vera á móti sér og því —?• Tryggur gekk við hlið hennar, þreytulegur og þunglyndislegur á svipinn. Nú dillaði hann ekkiskott- inu og nú hljóp hann aldrei fram fyrir hana eins og um morguninn. Annað veifið leit hann til hennar ó- sköp raunalega. Enginn eíi aðhann samhrygðist sorg hennar á sinn hátt. Sá og skildi tárin brennheitu, sem hrundu ofan á grasið og steinana,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.