Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 48

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 48
110 SYRPA að skerinu. Þá tók reyfarinn öxi þunga og hjó sundur festina sem duflinu hélt. Hann hjó klukkuna af duflinu. Hún datt í sjóinn ogf sökk. ,,Ábótinn fær enga þökk hjá þeim sem hér fer um næst“ sagði Ralph the. Rover. Skömmu síSar rann á byr og sigldi þá hið svarta skip sína leið. Reyfarinn horfði til baka og sá að ekkert merki var á blindskerinu og þá hló hann. Eftir það sigfldi Ralph the Rover um sjóinn bæði da-ga og dimmar nætur og rændi hvert skip er hann náði. Þar kom að lokum að hann sigldi heim á leið til þess staðar er hann kom frá í byrjuninni. Þann dag var veður mikið og stór alda. Skipið har fljótt yfir. En undir kveldið féll veðrið og lagði þykka þoku á sjóinn. Ralph the Rover var á gangi á þiljum uppi og vissi ekki hvert skip- ið bar. ,,Það vildi eg að þokunni létti“, mælti hann. „Egþóttist heyra boðaföll“,mælti sá er hélt vörð. ,,Við hljótum að vera nærri landi“. ,,Ekki veit eg það“, svaraði rej'f- arinn; ,,hitt ætla eg, að nú sé skamt í Skallasker. Eg vildi eg heyrði hljóðið í klukku ábótans þess góða manns". Þegar hann slepti orðirju, stóð skipiðgrunn. ,,Það er Skalla-sker!“ æftu skipverjar, og í sama bili tók skipið dýfu og fór að sökkva. ,, Mikil ógæfa hefir mig hent!“ kvað við Ralph the Rover. ,,Þetta hafði eg af að glettast við ábótann! ‘ ‘ Hvað mundi hann heyra þegar bárurnar soguðu hann niður? Var það bjalla ábótans, er hringdi í móti honum, djúft niðri á mararbotni? SMÁVEGIS. Elzta Borg á jörðu vorri, þeirra er enn eru við lýði, er vafalaust Damascus;Nineve, Babylon, Tyron og Sidon eru allar liðnar undirlok,en Damascus stend- ur þann dag í dag og er enn, eins og fyrir daga Abrahams, höfuðból verzlunar og viðsl.ifta í nálægum löndum. Saga þeirrar borgar er merkileg, en frægust er hún fyrir þann varn- ing sem þaðan hefir kotnið áýmsum öldum. Þar á meðal má nefna á- vexti þá er kallaðir voru d a m a s c o á miðöldunum, svo og damask, eða rósadamask, sem var dúkur úr silki og baðmull, en vínviðarblöð eða blóm voru ofin í dúkana. Þá eru sverðin fræg er srníðuð voru í Damascus fyr á öldum; þau voru betur stillt og beittari en önnur sverð, og oft smelt gulli og silfri eða dýrum steinum. Sagan segir að á dögum Tamerlaus var að eins einn vopnasmiður í Damascus, sá er stilla kunni stál í sverðin, honum náði Tamerlaus á sitt vald og flutti með sér austur á Persaland og við það féll niður vopnasmíðin í Dam- ascus. ,,Gjörðu svo mikið gott, sem þú getur, en gjörðu það svo hávaða- laðst, sem unt er. “ ,,Sá sem gerir öðrum gott, gerir sjálfum sér gott; þetta er satt, ekki aðeins um afleiðingarnar, heldur um verkið sjálft. Því að meðvit. undin um að hafa gjört gott er ríkuleg laun. — Seneca.“ ,,Ekkert er fegra en sannleikurinn, ekkert betra en frelsið, ekkert hlýrra en kærleikurinn, ekkert bjartara en ljósið og ekkert sterkara en trúin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.