Syrpa - 01.12.1911, Side 48

Syrpa - 01.12.1911, Side 48
110 SYRPA að skerinu. Þá tók reyfarinn öxi þunga og hjó sundur festina sem duflinu hélt. Hann hjó klukkuna af duflinu. Hún datt í sjóinn ogf sökk. ,,Ábótinn fær enga þökk hjá þeim sem hér fer um næst“ sagði Ralph the. Rover. Skömmu síSar rann á byr og sigldi þá hið svarta skip sína leið. Reyfarinn horfði til baka og sá að ekkert merki var á blindskerinu og þá hló hann. Eftir það sigfldi Ralph the Rover um sjóinn bæði da-ga og dimmar nætur og rændi hvert skip er hann náði. Þar kom að lokum að hann sigldi heim á leið til þess staðar er hann kom frá í byrjuninni. Þann dag var veður mikið og stór alda. Skipið har fljótt yfir. En undir kveldið féll veðrið og lagði þykka þoku á sjóinn. Ralph the Rover var á gangi á þiljum uppi og vissi ekki hvert skip- ið bar. ,,Það vildi eg að þokunni létti“, mælti hann. „Egþóttist heyra boðaföll“,mælti sá er hélt vörð. ,,Við hljótum að vera nærri landi“. ,,Ekki veit eg það“, svaraði rej'f- arinn; ,,hitt ætla eg, að nú sé skamt í Skallasker. Eg vildi eg heyrði hljóðið í klukku ábótans þess góða manns". Þegar hann slepti orðirju, stóð skipiðgrunn. ,,Það er Skalla-sker!“ æftu skipverjar, og í sama bili tók skipið dýfu og fór að sökkva. ,, Mikil ógæfa hefir mig hent!“ kvað við Ralph the Rover. ,,Þetta hafði eg af að glettast við ábótann! ‘ ‘ Hvað mundi hann heyra þegar bárurnar soguðu hann niður? Var það bjalla ábótans, er hringdi í móti honum, djúft niðri á mararbotni? SMÁVEGIS. Elzta Borg á jörðu vorri, þeirra er enn eru við lýði, er vafalaust Damascus;Nineve, Babylon, Tyron og Sidon eru allar liðnar undirlok,en Damascus stend- ur þann dag í dag og er enn, eins og fyrir daga Abrahams, höfuðból verzlunar og viðsl.ifta í nálægum löndum. Saga þeirrar borgar er merkileg, en frægust er hún fyrir þann varn- ing sem þaðan hefir kotnið áýmsum öldum. Þar á meðal má nefna á- vexti þá er kallaðir voru d a m a s c o á miðöldunum, svo og damask, eða rósadamask, sem var dúkur úr silki og baðmull, en vínviðarblöð eða blóm voru ofin í dúkana. Þá eru sverðin fræg er srníðuð voru í Damascus fyr á öldum; þau voru betur stillt og beittari en önnur sverð, og oft smelt gulli og silfri eða dýrum steinum. Sagan segir að á dögum Tamerlaus var að eins einn vopnasmiður í Damascus, sá er stilla kunni stál í sverðin, honum náði Tamerlaus á sitt vald og flutti með sér austur á Persaland og við það féll niður vopnasmíðin í Dam- ascus. ,,Gjörðu svo mikið gott, sem þú getur, en gjörðu það svo hávaða- laðst, sem unt er. “ ,,Sá sem gerir öðrum gott, gerir sjálfum sér gott; þetta er satt, ekki aðeins um afleiðingarnar, heldur um verkið sjálft. Því að meðvit. undin um að hafa gjört gott er ríkuleg laun. — Seneca.“ ,,Ekkert er fegra en sannleikurinn, ekkert betra en frelsið, ekkert hlýrra en kærleikurinn, ekkert bjartara en ljósið og ekkert sterkara en trúin.“

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.