Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 5

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 5
67 JÓLANÓTT FRUMBÝLINGSINS í daltium. í þeirri vcn að fjarlægð- infrá minning'armörkum sorgarsinn- ar sljófgaði að nokkru sárasta brodd hennar og einnig til aö veita börn- um sínum bjartari framtíð hélt hann yfir liafið. En stærstu minningar- mörkin stóðu í hans eigin hjarta og börnin.--------Um Þetta er hann að hugsa í kvöld. Börnin hans voru fiest komin á þroskaskeið, er þau komu til fyrirheitna landsins. Vel er að minnast þess, hvað þau þoldu fyrstu missirin, meðan sárs- auki frá slitnum böndum var að læknast og ný bönd, nýjar framtíð- arvonir að myndast. En jafnvel í alókunnu landi er æskan fljót að laga sig eftir ástæðum. Nú eru þau öll að fjarlægjast feður sinn, að verða innlend, meðan hann er enn útlendingur. Að vera útlendur með- al sinna eigin barna. Sú hugsun gerir spor nýbyggjans þung. Ekk- ert ljós virðist lýsa ófarna æfibraut, ekkert til að vinna fyrir, ekkert til að elska. — Unna þá ekki synir hans honum og dætur? Aldrei hafði hann efast um það. En þau skilja ekki föðurást hans, eða hann tilfinn- ingar þeirra. Og þráin eftir að vera skilinn,hrÓpar hátt. Hún hefir ekk- ert í framtíöinni að binda sig við. Aftur í liðna tímann tekur hún hann. Minnir á stundirnar,þegar þrá æsku- mannsins, sem jafnvel getur orðið heitari en ástin sjálf, stóð á öndinni og hlustaði, hvort ekki heyrðist bergmál, þó ekki væri nema örlítill ómur af bergmáli, af tónum hennar eigin strengja. Ein sælustundin eftir aðra renna upp í huga hans. Það mótdræga virðist hverfa í hill- ingum fjarlægðarinnar. Jafnvel dauðasorgin, sem þau höfðu borið bæði saman, var sem gleymd. En alt það smáa,mótdræga er hulið, að eins til að gera reiðarslagið, sem batt enda á alla sælu hans, enn þungbærara og ægilegra. o Þessar hugsanir eru ekki í huga hans í fyrsta sinn í kvöld. Dag hvern eru þær óvelkomnir en sjálf- sagðir gestir hans. En einmitt nú, á jólanóttina er þungi þeirra tvö- faldur, beiskja þeirra hálfu rammari en áðar. Kærleiksgjöfin stendur honum fyrir hugskotssjónum og kærleiks- skylda mannanna. En hugsanir þær vakna aðeins til að minna á ófull- komlegleika, kærleiksleysi, hræsni, hégómaskap, bakbit og lygi og alla aðra þyrna, sem virðast þrífast svo undra vel, einmitt þar sem eilífðar- blóm mannkærleikans ættu að vaka hvað fegurst og fjölskrúðugust. Myrkrið verður æ svartara í sál hans. Lengra og lengra ráfar hann inn á þyrnibraut örvæntingarinnar. En þegar hvíld sléttunnar kom í huga hans, var sem ósýnileg hönd bandaðþókendrödd hljómaði. Smátt og smátt komu þær hliðar virkileg- leikans í huga hans, sem bærilegar virtust; þó með allri sinni beiskju. Fyrir yngsta soninn sinn verður hann að berjast. Drengurinn er nú á fermingar aldri. Sonurinn á ekki að erfa hin þungu lífskjör föðursins. Hann skal verða mikill maður, mentaður maður; jafnvel þó það kosti enn meiri fjarlægð milli föður og sonar. Þó það verði þeim enn örðugra að skilja hvor annan. Hitt dettur honum ekki í hug að sjón- hringur sonarins geti víkkað svo að hann skilji sig. Og þetta er eini sólargeislinn í lífi nýlendumannsins, að senda son- inn burtu, svo hann hætti að skilja föðurinn, en skilji aðrar sálir lengra á veg komtiar. Fórnin er dýr, en lntn lýsir upp andlit nýlendumanns- ins er liann tekur á móti jólaóskum barna sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.