Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 61

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 61
SORGARLEIKUR í KÓNGSHÖLLUM 123 komu í skörum að votta hinum unga jarli þjónustu sína. Carlotta átti þó meiri þíitt í þessum glæsileg-u hirðsiðum en maður hennar. Hún unni glysi og glaum, en hann þráði kyrlátari og umstangsminni daga. Carlottu var það ab 'kenna að brátt komu aðfinningar frá Vínar- borg, þótti eyðslusemin ganga fram úrölluhófi. Ög þó Maximilian væri að mörgu vel til embættisins fallinn varð hann að segja því af sér eftir tveggja ára stjórn. Fóru þau nú aftur til Miramar og settust þar að í kyrðinni og rónni, svo ólíkri allri hirðdýrðinni í Mílan. Ekki þótti Maximilan þó breytitigin óskemti- leg og undi sér vel við lestur og tók að rita bækur. Öðru máli var að gegna með konu hans. Hún brann af metorðafýsn og þótti líf kastalans óhærilega gleði- snautt. Hún þráði starfsvið þar sem fegurð henna.r og mentun gætu notið sín. Henni fanst Miramar lítið betra en fangelsi eitt. En það átt ekki lerigi að standa. Fáar vik- ur liöu, og metorðagirnd hennar aflaði henni stærra starfs. Húti hafði lengi þráð að ríkja. Hirðlífið var hennar æðsta þrá. Ög htnið var með henni. Um þessar mundir voru stórveld- in þrjú: England, Frakkland og Spánn í bandalagi á móti Mexico. Heimtuðu þau af Juarez forseta að þegttar ríkjanna nytu verndar með- an þeir byggju í Mexico og að skuldir er lánaðar höfðu verið Mexi- can búum yrðu borgaðar. Liðsafli var sendur frá löndutn þess- um öllum til Mexico og brátt lofaði Juarez forseti því er krafist var. Englendingar og Spánverjar köll- uðu þá lið sitt heim, en franska liðið varð eftir. Napoleon III. hafði lengi haft í liuga að ná Mextco á. sitt vald, stofna þar konungsríki undir verndFrakka og hefta þannig ágang Bandaríkjanna og ná undir sitt vald strandlengu við Mexicofló- ann, eráðurhafði tilheyrt Frökkum. í stað þess að her Frakka væri kallaður heim var sent út meira lið. Juarez sá hvað verða vildi og ófrið- ur hófst. Lið Mexicomanna varð fyrir ósigri og varð Jttarez að hörfa frá höfuðborginni. Hélt hann til norðurs setti þar upp stjórn og hélt við forseta nafn. Að ráðum Frakka settu Mexicobúar nú á stofn kon- ungsriki, skyldi erfðatign gefin ein- hverjum kaþólskum kóngssyni, er taka skyldi keisaranafn. Napóleon fór nú að svipast um eftir keisaraefni og kom brátt Maxi- milian og Carlotta til hugar. Hann vissi að vísu að Maximilian var á- nægður að Miramar og væri fráleitt sólginn í að taka boði þessu, en hann vissi líka að Carlotta tæki því tveitn höndum. Enginn efi var á því, að glæsilegri keisaraefni gat ekki en þau hjónin. í septembermánuði 1863 var kyrð rofin í Miramar kastala, því níu höfðingjar frá Mexico komu að bjóða keisaratign — tign er varð til böls og ógæfu báðum þeint er nú afréðu að yfirgefa hina jarðnesku paradís æsku sinnar. Maximilian var þó hikandi. Hann skildi vel hættur þær og þrautir, er hlutu að bíða I éss er til valda btyt- ist í Mexico. Hann hafði hug- boð um hörmungar þær er biðtt hans. Hásæti það er til boða stóð var bygt á sandi. En þegar hann hik- aði,réði Carlotta fyrirhann. ,,Hvað getur verið dýrðlegra“, sagði hún. ,,En setjast í valdastól Aztek-keis- aranna og stjórna fögru landi“. Ef maður hennar kærði sig ekki um keisaratign kvaðst hún sjálf myndi stjórna. Hún efaðist ekki um að hún gæti yfirstigið alla örð- ugleika. Iíún var því vönust að henni væri sýnd hlýðni og manni hennar kom tæpast til hugar, að neita henni um nokkurn hlut. Varð því afráðið að þau héldu vestur um haf. Er Maximilian hafði afráðið að fara, afsalaði hann öllunt rétti til Austurríkis, ef bróðir hans dæi barn laus. Hann var því næst krýndur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.