Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 60
122
SYRPA
Ástkæra Carlotta mín:
Et'guð gefur, að þú frískist svo þú lesir
þetta, fræðist þú um alt.það hryllilega ó-
lán sem mig hefir elt síðan þú lagðir af
stað til Evrópu. Með þér fór sálarþrek
mitt. Svo mörg atvik,svo margar óvænt-
ar hörmungar liafa rænt mig vonum, að
dauðinn er mér sæl lausn en engin kvöl.
Eg fell með heiðri sem tierinaður, sem
kongur; sigraður, en ekki drengskap
ræntur. Ef böl þitt verður of þungt, ef
guð kallar þig brátt til móts við mig, skal
eg fyllast þakklæti til hans.sem helir leyft
að við bærum svo þungt böl. Adieu,
Adieu.
Þinn líðandi MAX.
Það er ef til vill sælt fyrir vesa-
lings Carlottu að liafa aldrei getaö
skiliB kveðjuorð keisara síns. Kjör
hennar eru meiri harmbeiskju bland-
in, en annarar vansællrar keirara-
ekkju, sem Evrópa hefir ætíð minst
meS meðaumkvan; borin saman við
Carlottu voru síðustu ár Eugeníu
Frakkadrottningar sælu stundir.
Fáar sögur eru stórhryggilegri
en forlög Maximiliansogdrottningar
hans. Þó hafa fáir byrjað æfiskeið
sitt eins bjart og fagurt. Máltækið
segir að þá sem guðirnir elski leiði
þeir til böls og guðirnir virtust
hampa þeim Carlottu og Maximilian
sem fegurstu brúðunum sínum.
Enginn konungborinn maður þótti
fegurri, gjörfulegri og mentaðri sn
Maximilian í æsku. Gæfan brosti
við honum í vöggunni og frarn á
fullorðins ár. Hann var erkiher-
togi og bróðir Franz Josephs Aust-
urríkis keisara. Fjórtán ára fór
hann í sjóliðið og er hann var tutt-
ugu og eins árs var hann orðinn yf-
irforingi Austurríska sjóliðsins.
Hann var tungumálagarpur mikill
og náttúruvísindi stundaði hann af
svo miklu kappi og með svo góðum
árangri að Humboldt sjálfur dáðist
að honutn. Sem sjóliðsforingi kom
hann í verk margvíslegum umbótum
og var nafnkendur um gjörvalla
Evrópu þegar hatin tuttugu og
fimm ára að aldri heimsótti Leopold
Belgíukonnng. Þar sá haun Car-
lottu í fyrsta sinn, hina unaðsfögru
konu, er leiddi hann til hærri frægð-
ar en hann hafði nokkurntíman
dreymt um og til eyðileggingar
líka. Ef hægt var að segja um hann
að þar væri sá göfugasti allra prinsa,
stóð hún vissulega öðrum kóngs-
dætrum framar.
Hún var að eins seytján ára, há,
tiguleg, fögur, enginn mátti stand-
ast unaðsþokka þann er hún bar.
Hún, sem og hann, var tungumála-
garpur og hámentuð. Hún talaði
og ritaði frönsku, þýzku, ensku,
spönsku og ítölsku. Og þó hún
væri ung þekti hún mikið til stjórn-
vísi og stjórnmála, því frá æsku
hafði hún setið á ríkisstjórnarfund-
um,og heyit þjóðmálahöfðingja ráða
ráðum sínum, þekti hún því vel til
allra ríkismála jafnt leyndra sem
opinberra.
Við fyrstu fundi feldu hin konung-
bornu glæsintenni ástarhug hvort
til annars. Var gifting þeirra ást-
um bundin,en ekki lík fiestum kvon-
föngum meðal ríkishöfðingja. Hin
ungu hjón reistu sér höll mikla á
fjalllendu nesi við Adriahafið. Höll
þessi líktistmeirálfabústaðíþjóðsögu
iieldur en heimili menskra manna.
Miramar var höllin heitin. Fegurð
hennar var töfrandi. Hvítir mar-
maraturnar, blómþakin þök og
skrautlegir múrar. í kring greru
blómgarðar og áldinlundir, fyrir
framan lá hið spegilslétta Adríahaf,
en bak við risu jökultyptir bláhnjúk-
ar. En þó fegurðin töfraði,fullnægði
hún ekki hinni ungu hertogafrú til
lengdar. Hún þráði eitthvað stórt
og mikilfenglegt. Valdaþrá og hirð-
dýrð heilluðu huga hennar. Hún
var því glöð við er manni hennar
bauðst jarlsdæmi í Langbat ðalandi,
sem þá tilheyrði Austurríki. Hann
var ekki boðinu eins feginn þó hann
þektist það. Honum fanst hann
hafa hlotið ríkulegan skerf jarð-
neskrar gæfu og þráði að eyða stund-
um sínum við lestur og nám í Mir-
amar.
Hirð hinna ungu hjóna í Milan
var.ð næstutn eins glæsileg og Vín-
arhirðin sjálf. Heimboðog dans-
ar rak hvað annað og þegnarnir