Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 32

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 32
94 SYRPA um, var ekki einn sekkur af p e m- ican i)eða nokkur önnur matvæli til handa okkur. Nautpening-ur var um þessar mundir langt í burt og ekkert var fáanlegt frá innlendu þjóðflokkunum,því þeir leggjaaldrei neilt upp til næsta máls og eiga aldrei dagsforða. Menn félagsins voru nærri eins ilia staddir og vér — áin varö oss því helzt til bjargar, en vegna önglaskorts veiddist tæp- ast nógur fiskur handa svo mörgum. Fjóröa september var eignarbréf- iö lesiö í tjaldstað okkar austan- verðu árinnar, móts viö virki Norö- vesturfélagsins, fór afhending og móttaka fram í viöurvist allra manna vorra, nokkrir frjálsir Kanadamenn, Indíánar og þrír verzlunarmenn Norövesturfél. voru viðstaddir, en ekki leyfðu þeir vinnufólki sínu að koma yfir um. Mr. Heney þýddi kafla úr eignar- bréfinu á frönsku og var það lesiö upphátt til upplýsinga fyrir Kanada- menn. — Vér vopnuðum nokkra menn vora, fánar blöktu við húna, og eftir lesturinn var hleypt af öll- um byssum vorum og einnig Mr. Hiiliers,sem hafði sex smá kanónur. Eftir þessa athöfn kornu allir herra- mennirnir saman í tjaldi mínu, og brennivínskvartili var velt út á balann handa fólkinu. Eftir þeim upplýsingum, sem eg gat fengið virtist landið skamt neð- an við ármótin bezt fallið til aðset- urs fyrir nýlenduna. Mennirnir gátu samt sem áður ekki tekið hér vetr- arsetu. Eg afréð því að senda þá strax til Pembina, nema örfáa, sem eg lét verða eftir til að byija jarð- yrkju. Kofi var bygður fyrir flutn- ing þann, sem ekki þurfti að taka til Pembina. Sjötta september sendi i) Vísunda-kæfa. eg svo piltana með Mr. Heney og félögum hans; Edward og McLeod áttu að vera ráðsmenn. Sama dag fór eg með bátshöfn niður ána, til að kjósa stað, þar sem byrja mætti haustvinnu, tók eg nautið, kúna og annan flutning með mér. Eftir þriggja daga rannsöknarferð—þá sólarhringa lifði eg á því einu, sem veiddist úr ánni—kom eg til baka, til staðar þessa og valdi hann, því hvergi leist mér betur á aðstöðu alla. Þetta er nes mikið, og hefir eldur farið yfir það nýlega, og eyði- lagt tré öll, en að eins runnar og blómgresi stendur, er auðveldara að riðja landið heldur en þar sem skóg ur stendur eða grasrót er þétt. Eg- lét piltana taka til starfa að hreinsa landið, svo hausthveiti yrði sáð. Mr. Ishman var eftir hjá þeim til að fiska og gera kjötverzlun við rauðskinna. Næstadag, 9. septémber,iagði eg á stað ríðandi til Pembina með þrem- ur fylgdarmönnum, kom eg þangað þann tólfta, einum degi síðar en piltar mínir. Daginn eftir skoðaði eg nærliggjandi land, var eg nál. þrem tímum í þeirri ferð. Vorum við ríðandi. Að þeim tíma liðnum valdi eg hússtæði, tunguna sunnan- verðu við Pembina ána,þarsem hún fellur í Rauðána. Það kvöld tjöld- uðu piltar mínir í tungunni og byrj- uðu að reisa næsta dag. Vér réð- um Kanadiskan frjáisan mann til að fiska handa okkur. Hann geiði öngla úr nöglum, og var furðu happasæll. Kjötbirgðir góðar gát- um vér fengið hjá óháðum Kanada- mönnum og rauöskinnum, svo eg gat sent piltunum við ármótin tals- verðan forða. Eftir að við höfðum reist skemmu, ákveðið legu og lag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.