Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 38

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 38
100 SYRPA Áður Robertson fór haföi Semple í hyggju aö eyöileggja virkið Gibralt ar. Var Colin Robertson því mjög mótfallinn. Áleit hann, sem varö, aö ílt eitt myndi af hljótast. Þetta lét Semple sem vind um eyru þjóta og jafnskjótt og Robertson var far- inn, lét hann rífa niður virkiö og fiytja timbrið til Fort Douglas og endurbæta með því virkið. Sama var gjört við Pembina. Var virki Norðvesturfél. rifið til grunna og dyttað að húsum nýlendunnar með viðunum. Einnig voru vistir félags- ins notaðar í þarfir nýlendunnar. Leiddu þessar aðgerðir til þess stærsta óhapps sem henti nýlendu- menn. Það er lítill efi á því,að Norðvest- urfél. hafði ákveðið að eyðileggja bygð Selkirks lávarðar,þó það kost- aði blóðsúthellingar. Höfðu menn þeirra að austan mælt sér mót við kynblendinga frá Q’Appelle og víð- arað, undir forustu Cuthberts Grants Áttu flokkarnir að mætast nál. 17. júní á Rauðarárbökkum norðan við nýlenduna. Ekki hefir sannast hvað svo átti að gera, því skjöl flest, er um mál þessi fjölluðu eyðilögðu fé- lagsmenn. Verður því aðláta nægja að segja sögu eins og hún gerðist. Eru þó ýms atriði óviss. Eins og nærri má geta æstust hugar kynblendinga mjög, er virki bar.damánna þeirra var niður brotið. Þótti þeim sem þeirhefðumeiri rétttil landsins en jarlinn.því mæðurþeirra voru Indíánar og hafði þeim aldrei verið borgað neitt fyrir lönd sín. Fóru þeir margir saman ríðandi sem leið liggur frá Q’Appelle niður með Assiniboine-á að norðan. Cuthbert Grant var fyrir förinni. Aldrei höfðu kynblendingar látið eins ófriðlega, máluðu þeir andlit sín og báru sig að öllu líkar til móðuröfum sínum en feðrum. 19. júní voru þeir konin- ir niður undir Rauðá. Hjá Sturgeon Creek, eða þar um bil, yfirgáfu þeir alfaraveginn er lá niður með ánni og riðu í tveimur flokkum þvert yfir sléttuna og stefndu á nýlenduna. Drengur nokkur sá til ferða þeirra frá Fort Douglas. Kallaði Semple menn sína rúma tuttugu að tölu út með sér. Óvíst er að þeir hafi allir borið vopn. Gangandí lögðu þeirá stað áleiðis til bændabýlanna, sem voru á þriðju mílu vegar burtu. Brátt fóru þeir að mæta bænduni og skylduliði þeirra.flýjandi af ótta fyr- ir komumönnum. Sendi þá Semple einn af mönnum sínum að sækja smá kanónu upp í virkið. Hann hélt áfram með flokk sínum. Líklegast verður aldrei með vissu komist eftir, hvað gerðist,er Semple mætti kynblendingum. Eftir því sem næst verður komist luku þeir hálfhring um menn hans. Semple lét sér hvergi bregða og spurði hvað þeir vildu. ,,Við heimtum virkið okkar, heimtum virkið“, svaraði einn úr þeirra flokki. ,,Farið þang- að“, var svar Semples. í ákafan- um sem á öllu var, vissi enginn hver hleypti af fyrsta skotinu. Líklega hljóp það óviljandi úr byssu eins af mönnum Semples. Hvernig sem því var varið,er hitt víst,að óstjórn- legur berserksgangur greip menn Grants. Hann og einn eða tveir aðrir er haldið að hafi reyntað koma á friði. Semple og menn hans voru varnarlausir gegn svo miklum meiri hluta. Var hann og nál. tuttugu manns skotnir niður. ,,Eikurnar Sjö“ var staður þessi kallaður þar sem Semple féll, og stendur þar nú veglegt minnismerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.