Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 36
98
SYRPA
noröur á sléttunum. Nokkrar fjöl-
skyldur bættust í hópinn um haustiö
og bjuggust allir sem bezt til vetrar-
setu í Fort Daer. Annar hópur
haföi fariö frá Sutherlandshire á
Skotlandi sumarið 1813, en hrepti
óhöpp, og veikindi komu upp meöal
farþegja. Komust þeir ekki lengra
en til Fort Churchhill ogsettustþar
að um haustið.
Þess var áður getið að vináttalít-
il væri með verzlunarfélögunum
tveim. Ekki fór kur sá minkandi,
er Norðvesturfél. sá að Selkirk
jarli var full alvara að byggja upp
nýlendu í Assiniboia. ÞÖtti þeim
sem frelsi sitt myndi skerðast að
nokkruog verzlunarhagnáður rýrna.
Einkum mun þeim hafa þótt ilt, er
Fort Douglas var reist svo skamt
frá virki þeirra er stóð á vestur-
bakka Rauðár norðanvert við Ass,
iniboine-ána. Kölluðu þeir virki
það Fort Gibraltar. Má af því
marka að þeir hafi skoðað það eitt
af bezt settu virkjum sínum. Enda
gátu engir bátar farið upp Assini-
boine eða Rauðána án þeirra vitund-
ar, er í virkinu sátu. Er lítill efi á,
að stjórnendur Norðvesturfél. á-
kváðu snemrna að gera nýlendu-
mönnum örðugt fyrir með búskap-
inn. Ekki mun kynblendingum og
Indíánum hafa þótt mikið í. nýju ná-
grannana varið. Þó voru þeir þeim
mikið fremur vinveittir, unz Norð-
vesturfél. kom þeim á sittband,sem
seinna sér.
Það þurfti því ekki mikið til að
gera vanþokka þann er Norðvestur
fél. hafði á nýlendunni að hatri.
Ástæða gafst í janúar 1814.
Vistaskortur var um veturinn.
Veiddist ekki eins mikið og áður
Þegar leið að miðjum vetri sá Miles
Macdonell að ekki yrði nóg pemi-
can til, .til næsta sumars og vetrar,
ef ekkert yrði að gjört. Lét hann
því boð útganga 8. janúar 1814 að
engir mættu flytja burt pemican
éða aðra matvöru úr Assiniboia.
Taldi hann að skipun þessi væri lög-
mæt, þar sem hann væri landshöfð-
ingi héraðsins. Illur kurr reis með-
al allra. Þótti landsmönnum réttur
sinn skerður og fanst þeim þeir
ekki geta lengur hælst yfir frelsi
sínu þar á sléttunum. Báðum verzl-
unarfélögunum þótti súrt í broti.
Þótti þeim lítil bót í máli þú Mac-
donell lofaði að kaupa allar vöru-
birgðir fullu verði. Þótti skörin
færast upp í bekkinn, er hann sendi
menn upp í virki Norðvesturfé). við
ós Souris árinnar og þeir tóku nokkr-
ar vættir af pemican með valdi.
Ekkert sögulegt gerðist þó fyrri
part suniarsins. Nýlendumenn fluttu
til Rauðár sem áður; hús voru reist
og garðar yrktir.
Norðvesturfélagið hafði mót sitt
í Fort William að vanda þetta sum
ar. Þar var ákveðið að nýlendan
skyldi upprætt verða, svoekkistæði
steinn yfir steini, eða í þessu tilfelli
bjálki yfir þjálka. Maður sá er kjör-
inn var til yfirmanns við Fort
Gibraltar var Skoti, Cameron að
nafni. Hafði hann áður heyrt til
HálendingahersveitíKanada. Hann
flutti nú til Fort Gibraltar og sett-
ist þar að. Tvent lá nú fyrir: Indí-
ána og kynblendin'ga varð að fylla
hatri til nýlendumanna, og vinna
eins marga af þeim síðarnefndu á
band Norðvesturfél. og unt var.
Hvorttveggja gekk Cameron fremur
greiðlega. Voru viðsjár miklar með