Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 62
124
SVRPA
í Miramar kastala og- framkvæmdu
höfðingjar Mexikana athöfnina.
Keisari og frú hans gerðu heim-
sóknir til hirðanna á -Englandi,
Frakklandi, Belgíu og Austurríki
áður en þau hófu ferð sína, sátu svo
um fáar vikur í kyrðinni að Miramar
og héldu síðan vestur um haf.
Stórir flokkar Austurríkismanna
komu til að kveðja hin ungu hjón
og feldi keisarinn tár er fólk hans,
sem hann var nú að yfirgefa stráði
hundruðumskrautblóma á veg hans.
En Carlotta tárfeldi ekki. í hennar
augum var framtíðin björt og tðfr-
andi og hana dreymdi ekki um hætt-
ur þær er bíðu þeirra. Hún virtist
skeyta því lítið.sem fram fór í kring
um þau. . Hún hafði allan hugann
við leeisaradæmið vestan við fjöll og
höf. Á sjóferðinni eyddi hún liverri
stund til að skoða landsuppdrætti af
Mexico og lesa um landið, hún
hugsaði mikið 'um liirðlíf og siðu,
gerði reglur, sem fara skyldi eftir
við hirðina og ákvað fyrirkomulag
á margvíslegum veizluni og athöfn-
um, er hún átti að stjórna og stýra.
Allan daginn vann hún að þessu á
þilfarinu ef hægt var, en stundum
við skriðljós fram eftir öllum nóttum.
Ekkert hafði getað verið nteir
heillandi og gæfulegt, en innreið
stjórnendanna í höfuðborg ríkis síns.
Borgin baðaði í sólargeislunum og
á strætunum voru þyrpingar fagn-
andi fölks. Allir Indíánar landsins
fögnuðu stjórnendunum einum
munni, því þeim fanst Maximilian,
ljóshærður og bláeygður, líkjast
nianni þeim,er spámenn þeirra lengi
höfðu lofað að korna ætti úr austur-
vegi og frelsa þá frá ánauð þeirri
er þeir voru undir. Sigurbogar
voru reistir á strætum borgarinnar
og frásvölum, þökum og gluggum
veifuðu fánar og blæjur í þúsund
fögrum litum. Trumbusláttur
klunknahringing og kanónuskot
boðuðu komu keisarahjónanna til
borgarinnar.
Nýju stjórnendurnir unnu brátt
hylli fólksins. Árla morguns hélt
keisarinn fundi með ráðgjöfum sín-
um, mætti nefndum, tók móti fólki
af öllum ættum og kynkvíslum, að
hlýða á umkvartanir þess og reyna
að koma á reglu og stjórnsemi.
Þótti íbúum starfsemi hans stinga
mjög í stúf við deyfð og áhugaleysi
þeirra sjálfra. — Ekki stéð Carlotta
lakar í stöðu sinni. Hún vitjaði
sjúkrahúsa og annara opinberra
stofnana og bæði klerkar og leik-
menn dáðust að kappsemi hennar.
Hún var þó aldrei sælli, en er hún
sat á hásæti við hlið manns síns, í-
klædd dýrlegum skrúða, með krónu
á höfði og hlýddi á hollustueiða
þegna þeírra. Um hríð var þó enm
aukiðá sælu hennar,er keisarinu tók
sér ferð á hendur inn í landið og
fékk henni í hendur stjórninaá með-
an. Stýrði hún þá fundum ráðherra,,
tók höfðingja og nefndir tals og
kom í öllu frarn sem reyndur og ráð-
inn sljórnmálagarpur. Með áhuga
þeim, sem æskunni er eiginlegur
lagði hún fram beztu krafta sína til
umbóta í landi því, sem þau hjón
höfðu fengið til umráða, en henni
tókst hvorki að frelsa ríkið,né vinna
bónda sínum margþráða frægð.
Það mátti segja að Carlotta væri
stjórnandi ríkisins og hafði hún öll
ráð í hendi sér, unz gæfan virtist
alt í einu snúa að henni bakinu.
Tæpu ári eftir að þau hjón kom-
ust til valda, endaði borgarastríð
Bandaríkjanna, en um leið og því
lauk hafði það mikla lýðveldi fríar
hendur, að snúa sér að málum Mex-
ico. Sendu þau boð til Napoleons
að vera hermanna hans í Mexico
væri því til fyrirstöðu að friður gæti
haldist í Norður-Ameríku. Franski
keisarinn átti nú ekki nema utn
tvent að kjósa: segja Bandaríkj-
unum stríð á hendur, eða kalla heim:
her sinn.
Napoleon kærði sig ekki um stríð.
Hann lofaði að kalla heim lið sitt
og sendi Maximilian orð, að bezt
myndi fyrir hann að snúa til Evrópu..
Það var öllum Ijóst að Maximilian
hafði ekki nóg lið, nú er Frakkar