Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 64
SYRPA
126
ir liösforingjar úr þeim her tóku aö
sér deildaforustn í liði hans.
Juarez kom norðan frá landamær-
um með fjörutíu þúsundir manna.
Maximilian stýrði her sínum sjálfur
og nam staðar í borginni Queretaro.
Settist þá her forseta um borgina
og dag hvern voru orustur háðar.
Hundruð féllu af báðum flokkum og
sýndi lið keisarans oft frábæra
hreysti. Maximilian var jafnan
sjá'.fur þar sem orustan var skæðust.
Hann virtist æskia þess-að vera þar
sem hættan var mest. Hann var
búinn að gleyma bókumoglærdómi,
sem hafði verið honum fyrir öllu og
sýndi að hann var mesta hetjan í
kappavali. Einn af flokksforingj-
um hans bað hann að fara varlega.
,,Hugsið um það, senor“, sagði
hann. ,,Að ef þér fallið förum við
að berjast um forsetatignina okkar
á meðal“. Um síðir bar svo við að
Queretaro var svikin í hendur óvin-
anna. Svo féll keisaradæmið.-—Eitt
sinn er ögn bráði af Carlottu var
henni sagt frá falli borgarinnar.
,, Maximilian verður drepinn“,
sagði hún. „Egþekki Mexicobúa.
Fáum vikum seinna var hann
leiddur út úr fangáhúsinu og skot-
inn, að eins klukkustund eftir að
hann hafði skrifað hina ástúðlegu
kveðju til konunnar, er þráð hafði
vald og tign, en orðið til að eyði-
leggja gæfu bæði sína og hans.
En Carlotta bíður enn eftir keis-
aranum. Stundum talar hún um
að leggja á stað og heimsækja hann
að Miramar. — Sögn gengur meðal
bændanna þar í nágrenninu að um
nætur reiki svipur Maximilians inn-
an hinna þögulu múra hallar hans.
SÖNN DRAUGASAGA.
(Úr Norðvestur-Canada)
R I Ð 1853, 15. marz, lézt
August Richard Peers, loð-
vörukaupmaður Hudsonsflóa félags-
ins í Fort McPherson. Hann hafði
lifað á þeim stöðvum nokkurn tíma,
en áður um skeið í Fort Simpson,
sem stendur nokkuð hundruð míl-
um sunnar og austar.
Hann hafði óskað að vera jarð-
aður í Fort Simpson, en óhægt var
um flutninga um þær mundir, og
var líkið grafið þar sem hann dó.
Haustið 1859 var afráðið, að af
því skyldi verða, næsta vetur, að
flytja líkið suðaustur. Mr. Gandet,
sem þá var faktor í McPherson, tók
að sér flutning á líkinu þaðantil Fort
Good Hope(Góðrarvonarvirki),en eg
lofaði flutningi á því þaðan til Fort
Simpson, og er það nál. 500 mílna
leið.
Sökum þess, hve langt Fort Mc-
Pherson liggur norður í landi, er
mýrlendið þar um slóðir frosið árið
um kring, þegar kemur niður úr
grassverði. Og er líkið var grafið
upp, reyndist það að mestu óskemt.
Var það tekið úr kistunni og sleginn
utan um það kassi mikill, sem svo
var bundinn á hundasleða. Sökum
þess, hve kassinn var þungur og
fyrirferðarmikill, var þetta óþægi-
legur flutningur, því ísinn á Mc-
Kenzie ánni er tíðum ósléttur mjög
með köflum.
Fyrsta marz komst Mr. Gandet
til Fort Good Hope, og afhenti mér
líkið. Skömmu síðar lagði eg á
stað með það, áleiðis til Fort Simp-
son. Þrír hundar drógu sleðann er
kistan var bundin á, og fór með þá
Iroguois-Indíáni, Michel Thomas að
nafni. Annan sleða höfðum við með
rúmfatnaði, nesti og öðrum nauð-
synjum. Sjálfur gekk eg á undan
á snjóþrúgum. Færð var vond, og
eftir nokkura daga ferð, og mikla
erfiðisniuni, komumst við til næsta