Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 6
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson:
I L L A G I L.
(Framhald frá I. hefti).
III.
Þrettíin vikur eru af sumri.
Laugardagskveld er komið, með
heiöskírum himni og björtu sólar-
lagi. Yzt við sjóndeildarhringinn í
norðri hefir þokadregið sig samanog
myndað þéttan, dirnmgráan bakka,
sem hvílir yfir hafinu. En dalurinn
er allur roðinn gulli kveldsólarinnar
og lítur svefnþrungnum, dreymandi
augum upp í himinbláma hinnar ljós-
ríku sumarnætur. En langt fyrir
utan landamæri dalsins.grúfir þoku-
bakkinn sig yfir sjóinn, grár og
kuldalegur. í langan tíma hafði
þokan ekki heimsótt dalinn, en nú
ætlaði hún sér að koma þangað upp
eftir í nótt.
Túnaslátturinn var byrjaður ídaln-
um. Höfðu allir verið í óða önn á
Hömrum að slá og raka og þurka
töðuna um daginn. Voru seinar
hættur um kveklið, því Sigurður
hafði það til siðs, að enda vikuna
með því að vinna nokkuð lengur
fram eftir á laugardagskveldin, en
endrarnær, af því sunnudagur var
að morgni, og flestir gátu því hvílt
sig eftir alt vikustritið.
Svipurinn á bónda hafði verið með
þyngra móti seinnipart þessa dags.
Vinnufólkiö pískraði um það sín á
milli, að það mundi stafa afþví.hve
seint honum þætti heyskapurinn
ganga, en uppeldissystkinin, Þor-
steinn og Sigríður nöfðu aðra skoð-
un á yglibrún gamla mannsins og
élit þeirra var rétt.
Strax og þau höfðu verið búin að
borða miðdegismatinn um daginn,
fóru þau bæði að snúa töðunni og
byrjuðu á stórum flekk sunnan í
Lambhúshólnum,rétt suður af bæn-
um. Voru þau i hvarfi frá bænum
og vinnufólkinu, sem var norður á
túninu. Lambhúshóllinn var uppá-
halds staðurinn þeirra, til að leika
sér á, þegar þau voru lítil. Þar
geymdu þau barnagull sín ogbjuggu
búi sínu í vor- og sumarblíðunni,
en rendu sér á skíðum eða sleða of-
an af hólnum í rökkrinu á vetrum,
þegar skýðafæri eða hjarnfenni var.
,,Þessi staður er mér kærari en
allir aðrir í landareigninni“, sagði
Þorsteinn blíðlega við Sigríði, hætti
að snúa heyinu og studdist upp við
hrífuna. Sigríður hætti líka að
hreyfa hrífuna, staðnæmdist við hlið
hans’og horfði á hann dökkbláu
augunum sínum fögru.
,, Hérna lékum við okkur börnin ‘ ‘,
hélt hann áfram, ,,og manstu ekki
að það var hérna, sunnan í brekk-
unni, sem við kystumst fyrsta ástar-
kossinum okkar?“
,,Jú, eg man það vel. Eins vel
og það hefði skeð í gær“, svaraði
Sigríður alvarleg. ,,Þeim fyrsta
kossi hafa líka ótal aðrir fylgt, hver