Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 56

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 56
118 SYRPA völlinn í reyöileysi, gagnslausar og og mannlausar, en valurinn var sumstaðar, einkum kringnm Hougoumont, Hay sainte og yfir höfuö að austanveröu, hinn hrylli- legasti. Forin og bleytan gjörðu í tilbót alt verra; menn og hestar komust með naumindum fram, því allir skuröir ntilii akur- og engja- reita voru fullir á barma, fallbyssu- vagnarnir stóðu fastir í svaðinu og alt var út og upp troöið af hjólspor- um vagna og af hesta og manna fótum. Af óþreyttu liði átti Napó- leon ekki annað eftir en eitthvað lít- ið af riddurum og nokkrar sveitir af lífvarðmanna fótgönguliðinu — því 10 sveitir (8 af hinum yngri, 2 af hinum eldri) hafði hann orðíð að senda gegn Bulow við Planchénoit. Wellington áttti eina stórsveit (brigade. o: 4—6000 manns) eftir óþreytta af Englendingum, sem sé lífvarðmannalið Maitlands og álíka mikið af Hollendingum, herflokk Chassés, sem stóð við Braine-le-leud og ekki hafði tekið þátt í orustunni um daginn. Eins og skiljanlegt er, hafði Napóleon færra lið óþreytt, því þeir,sem bardagann sækja, eins og Frakkar höfðu gert um daginn, leggja ávalt meira í sölurnar. Báð- ir vonuðu því, annar upp á Blucher hinn upp á Grouchy. Sól lækkaði nú óðum, því sumar- langur dagurinn er mun skemri suður í Belgíu, heldur en á íslandi. Sá Napðleon því, að ekki v:tr til góðs að gera, mjög áliðiö dags, en lítið á unnið, margir fallnir, fleiri óvígir og flestir vígmóðir. Skipar hann því Reille, að láta skríða til skara gegn Hougoumont, d’Erlon að ráðast á Papelotte og sendir jafn framt Ney með 4000 manns af unga varðliðinu, um þúsund manns af brynjuðum riddurum og varðliðs- dragúnum (dragons de le gardé) á- samt 40 fallbyssum gegn fylkingar- brjósti Wellingtons upp veginn vestanhalt við Haye sainte. Fyrir fremri röðinni í miðjum her Englend- inga var prinsirin af Oraníu — síðar Vilhjálmur II., konungur Hollend- inga.— Sendi hann þegar2000 manns gegn skotliði Neys; en það kom fyr- ir ekki. Sjálfur féll prinsinn sár af hestbaki og var borinn burt úr or- ustunni, og auk þess féllu af for- ingum Breta: Alt'en og Ompteda, og Hallkett varð óvígur, en her- flokkur þeirra hopaði aftur, með hálfri tölu. Ungu varðliðssveitina frakknesku bar nú nær; fór hún alt annað en geyst; allir með byssurnar á öxlinni, eins og við heræfingar í friði. Af þessu stóð Enskum mestur beygur (vau Lenuep). En — er þeir voru komnir í skotmá! og búnir að miða byssunum, skipaði Wellington sínum mönnum að leggj- ast á grúfu. Varð því lítið mein af, er skotin riðn að; og í sama vetfangi býðtir Wellington varðsveit Mait- lands (Maitlands giiard) að ráðast á Frakka (,,up guards and al them“). Varð Frökkum þá bilt við,endasner- ist þá mannfallíð á þá. Ekki leið á löngu, áður en Maitlands menn hop- uöu snögglega, því í sömu svipan var Napóleon kominn sjálfur með það sem hann átti eftir af gamla varðliðinu, og Ney var í óða önn að vinna á skotliði Breta og nema burt fallbyssur þeirra, því nú hafði hann meðferðis bæði hesta og aktygi til þess að draga þær burt. Enginn getur með vissu sagt, hvernig nú hefði farið; því þótt orustan þá tæpri stundu'fyrir náttmál hallaðist á Eng- lendinga, þá kom í þessu Chasssé frá hægra fylkingararmi Welling- tons (Braine-la-leud) með sína stór- sveit — 4 til 6000 manns — óþreytta til þess að styrkja fylkingarbrjóst Breta. En — alt í einu kemur hik á ,sjálfa hina gömlu varðmenn Na- póleons. Sjá þeir nú ftá brekkunni að d’Erlon heldur skyndilega undan frá Papelotte, áköf skothríð heyrist þar austur af, og nýtt riddaralið, sem ekki hafði fyr um daginn,sést á vígvellinum, allir í bláum búningi (Prússar undir Ziethen), hrekur hægra fylkingararm Frakka undari sér. Félst nú sjálfri varðsveit Na-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.