Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 26
88
SVRPA
inn. Lét aldrei hlut minn fyrir nein-
um, og haföi þaö eitt í huga, aö
safna öllu því fé,sem mér var mögu
legt. Og mér tólcst það. Ekki auð-
fjár, en þó svo miklu, að eg vissi að
það var meir en nægilegt til að kaupa
Hamra fyrir.
,Eg hafði aldei Hamra augum lit-
ið. Ekki einusinni stigið fæti mín-
um í dal þennan. En mér var sama
hvernig Hamrar litu út. Hingað
fór eg ekki í auðsvon, þótt mér hafi
búnast hér vel, heldur kom eg hér
til að hefna mín-—eða svo hélt eg þá
að minsta kosti.—Hefna mín á ætt
minni, sem mér var brigzlað á, og
á þeirn sem mest höfðu skapraunað
mér á henni. En engan lét eg vita
um fyrirætlanir mínar. Ekki einu
sinni hana Ingibjörgu,eins og henni
er kunnugt. Nei, eg gróf þær djúft
í hjarta mér og breiddi klakablæju
vetrarins yfir.
,Svokom tækifæri að kaupa jörð-
ina þegar eigandinn dó, og það fyr-
ir mikið minna fé en eg hafði búist
við, svo fólk hélt og heldur enn, að
sökum þess hafi eg keypt haua. —
En þá hló mér hjarta í barmi, er eg
flutti hingað, og þeir sem mest höfðu
sært mig og dárað, komu og báðu
mig með mörgum og fögrum orðum
að vera kyrran í sveit sinni. Hvort
það hefir nú heldur verið sprottið af
kvíðablandinni hjátrú þeirra, sem
þeir hafa ekki veriðmenn til að kæfa
niður, eða þeim hefir verið eftirsjá
að missa einn efnaðasta bóndann úr
sveitinni, eða það hefir verið hvort-
tveggja, veit eg eigi, en það veit eg,
að þá var mitt að skaprauna þeim,
og það gerði eg Iíka.
,Nú var eg l.úinn að hefna mín.
En á hverjum? Á þeim? — Ef til
vill, en mest á sjálfum mér. Ekki
á hinum dftnu ættmennum heldur á
hinum lifandi. Á sjálfum mér, og
— ykkur.
,Klakinn í hjartanu klöknaði ekki
þótt eg væri kominn að Hömrum,
og til þess hafið þið fundið mest,
sem sitið hér hjá mér. Ykkur hefi
eg verið verstur, sem eg þó hefði
átt að vera beztur.
,Kuldinn liggur í eðli einstakra
manna og heilla ætta. En hann
liggur raunar í landinu okkar öllu.
— Birtist þar í alskonar myndum
og breiðir sig yfir íslenzku þjóðina
eins og dalalæðan, sem hylur sólina
og heiðuna hið efra.
,En guði sé Iof,að kuldinn erloks
horfinn úr hjarta mínu. —Einn dag-
ur hefir gefið mér meiri hita í hjarta
mitt og veitt mér sannara líf en öll
mín ófarin æfi, löng eða skömm,
myndi hafa megnað að geta gert.
,Við skulum láta hið umliðna vera
gleymt og grafið. — Spádómarnir
fornu bygðust á kuldanum — áttu
klakann að hyrningarsteini. — Lát-
um kærleika okkar brúa Illagll. Þá.
verður ætt okkar borgið hér á.
Hömrum.
,Enginn nema guð einn veit hvað
eg kvaldist af angist og sjálfs-ásök-
un, þegar eg sá þig hrapa, Sigga
mín. Og þegar eg eins og í móðu
s á þig stansa rétt fyrir ofan hengi-
flugið, þá hét eg því ef þú næðist
þaðan lifandi, að blessa ást ykkar
Steina míns, með allri þeirri blessun
sem eg á til og get beðið um. -— Eg
hét því þegar eg var dreginn upp
úr gjánni með þig alblóðuga í fang-
inu. — Eg hét því þegar eg skildi
við þig Steini minn meðvitundar-
lausan, og vissi ekki hvort heldur
þú mundir lifa eða deyja. Og eg
hefi alt af, alt af heitið því síðan, á
hverjum einum einasta degi.