Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 11
ILLAGIL
73
Hún átti hér heima Hömrum á,
svo hýr á brá.
En glettin en þokan grá.
Einn sunn’dagsmorgun hún setti’ á
sprett,
hún Sigga nett,
í fjöllunum himinhá.
En þokan, hún faðmaði íjallasal
og fagran dal.
Já, glettin er þokan grá.
Nú þurfti ’ún að vera’ á fæti fljót,
mín fagra snót,
í fjöllunum himinhá.
Til kirkjunnar ætlaði kát í lund,
rnitt kæra sprund.
En glettin er þokan grá.
Og hamrana yfir sem hjörtur rann.
en hjartaö brann.
Já, glettin er þokan grá.
Ur þokunni gægðust hin gömlu tröll
°g glottu öll
í fjöllunum himinhá.
En engin sjá sig ærin lét,
hin Unga grét,
því glettin er þokan grá.
,,Æ, hvar eru ærnar!“,hún hrópaöi
hátt,
en horfði látt
í fjöllunum himinhá.
En Tryggur í áttina blíndi’ að bæ:
,,Þar bita’ eg fæ“.
En glettin er þokan grá.
Hún stökkvandi þaut af ldetti’ á
klett,
sem köttur létt,
í fjöllunum himinhá.
En enga þó Sigga ána fanti,
en altaf rann,
því glettin er þokan grá.
Og Tryggur við hlið hennar hertisig,
um hrauna stig,
í fjölluUum himinhá.
Og bæöi þau sentust svöng um grjót,
með sáran fót.
En glettin er þokan grá.
,,Til kirkjunnar“,mælti kvíðin mey,
,,nú kemst eg ei“,
frá fjöflunum himinhá.
,,Er Steini á harða stökki fer,
þá stend eg hér“.
því glettin er þokan grá.
Þá hvarf burtu þokan en kær skein
sól
á kvíaból,
und fjöllunum himinhá.
Þar sá hún ærnar saman í hóp,
og Sigga hljóp,
þó glettin sé þokan grá.
Hún sigaði Trygg sínum hátt og
hvelt,
þá heyrðist gelt
í fjöllunum himinhá.
Og ,,hærr’ upp!“og ,,vóh, vóh!“þá
hljómaði’ um völl
og hæstu fjöll.
En glettin er þokan grá.
Fram Þverárdal hljóp hún og hún
var móð,
og heitt var blóð,
í fjöllunum himinhá.
í töluna vantaði enga á
hjá auðargná,
þótt fjöll séu himinhá.
Þær stygst höfðu á ból við hóið hvelt
og hundsins gelt,
þó glettin sé þokan grá.
Til kirkjunnar hélt hún og hló svo
kátt,
það heyrðist dátt
í fjöllunum himinhá.
Með Steina hún hélt á hraðri reið,
og hleypti’ á skeið,
og gleymdi hvað þokan er grá