Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 46

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 46
108 SYRPA Ung-verjans, til þess að hún skyldi skera úr. Maðurian gekk til lal- símans og kallaði móður sína til tals. Hún sagði honum að hann aetti átta bræður, en einn þeirra hefði dáið ungur. Eg hefi aldrei vitað Ungverja þessum skjátlast. Eitt sinn var hann á skipi yfir Atlantshaf og gat þá rétt tiláhverj- um degi hvað margar rnílur ikipið hefði farið. Hann var vanur að segja þegar hann var spurður hvern- ig hann fengi vitneskju um þetta. ,,Tölurnar koma í huga minn að utan og eg geri ekki nema að segja þær“. Jóhannes Jónsson. (Sögn þýðanda). Það þykir hlýða, að bæta við þess- ar sagnir nokkrum sögum af af- brigðilegum gáfum manns þessa. Hann býr á Árseli á Langanesi eða bjó þar fyrir fám árum. Hann ólst upp á Sauöanesskoti og var um langt skeið í vist hjá síra Vigfúsi heit. prófasti Sigurðssyni á Sauða- nesi. Hann mun nú vera utn fimm- tugsaldur, er ofiætis- og hrekkja- laus og drengur góður. Hann ,,sér fylgjur“ og getur sagt fyrir gesta- komur, og er skygn í svefni en veit ekki um vöku. Þegar hann er í svefni, anzar hann ef yrt er á hann og þá má spyrja hann spjörunum úr. Það er þá eins og hann sjái gegn um holt og hæðir og sjái jafnt það sem er og það sepi verið hefir. Þegar hann vaknar, veit hann ekki að hann hafi veriðspuröur í svefnin- um og sjaldnast það sem hann hefir sagt eða séð. Það var eitt vor á Sauðanesi, að hann hafði lagt sig fyrir í rúmi sínu og svaf, þíi kom kaupskipið í sýn á innsiglingu inn með nesinu til Þórs- hafnar. Þá var farið til hans og hann spurður hvað kaupskipinu liði og sagði hann af því eins og var. Halldóri prófasti Bjarnarsyni á Presthólum hvarf eitt sinn á skóla- árum hans á Sauðanesi peninga- budda meðfáeinum aurum í. Hann sætti færi að gamni sínu þegar hann svaf og spurði hann. ,,Jói“, sagði hann,,,geturðu sagt mér hvar buddan mín er niðurkom- in?“ ,,Eg veit ekki hvernig buddan þín er“, anzaði hinn. Halldór lýsti þá buddunni og inni- haldi hennar. Svo drundi dálítið í Jóa um stund og því næst tók hann til orða: ,,Eg sé buddu eins og þá, sem þú lýsir, en hún er tóm. Hún er í treyjuvasa á Eldjárnsstöðum og treyjan hangir á snaga í bæjardyr- unum“, og svo lýsti hann treyjunni og Sagði hver hana ætti. Þegar sá maður kom til kirkju næst þar á eftir, gekk Halldór rak- leiðis til hans og sagði honum, að hann hefði peningabuddu sína. Manninum varð ekki annað við, en að hann tók budduna upp úr treyju vasasínum ogskilaði henni. Kvaðst hafa fundið hana og ekki vitað eig- andann. Ein af þeini Hofssystrum, dætr- um Jóns heit. prófasts Jónssonar í Vopnafirði týndi af sér hálsmeni, þá er hún var að ganga æðarvarp kirkj- unnar við kaupstaðinn með öðru fólki. Henni þótti tap sitt því verra sem systir hennar átti menið og hún tekið það að henni fornspurðri. Hún bað húsmóður Jóa, sem þá var vinnu- maður á Torfastöðum í Vopnafirði að fá hann til að segja til mensins og var það gert. Hann sagði að menið lægi utan í þúfu einni í hólm- 'anum og lýsti staðháttum svo, að gengið var seinna áð meninu þar eftir tilvísan hans; hann hafði þó aldrei komið í varpið. Margar sögur eru til af skygni Jóa, þó eg tíni ekki fieiri til, en síðasta sagan, sem mér var sögð af honum, er að því leyti merkilegrien þær, sem nú voru sagðar, að af henni virðist mega ráða, að gáfan sé honum sjálfráð. Saga sú gerðist um aldamótin. Jói var þá ‘staddur á Þórshöfn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.