Syrpa - 01.12.1911, Side 5

Syrpa - 01.12.1911, Side 5
67 JÓLANÓTT FRUMBÝLINGSINS í daltium. í þeirri vcn að fjarlægð- infrá minning'armörkum sorgarsinn- ar sljófgaði að nokkru sárasta brodd hennar og einnig til aö veita börn- um sínum bjartari framtíð hélt hann yfir liafið. En stærstu minningar- mörkin stóðu í hans eigin hjarta og börnin.--------Um Þetta er hann að hugsa í kvöld. Börnin hans voru fiest komin á þroskaskeið, er þau komu til fyrirheitna landsins. Vel er að minnast þess, hvað þau þoldu fyrstu missirin, meðan sárs- auki frá slitnum böndum var að læknast og ný bönd, nýjar framtíð- arvonir að myndast. En jafnvel í alókunnu landi er æskan fljót að laga sig eftir ástæðum. Nú eru þau öll að fjarlægjast feður sinn, að verða innlend, meðan hann er enn útlendingur. Að vera útlendur með- al sinna eigin barna. Sú hugsun gerir spor nýbyggjans þung. Ekk- ert ljós virðist lýsa ófarna æfibraut, ekkert til að vinna fyrir, ekkert til að elska. — Unna þá ekki synir hans honum og dætur? Aldrei hafði hann efast um það. En þau skilja ekki föðurást hans, eða hann tilfinn- ingar þeirra. Og þráin eftir að vera skilinn,hrÓpar hátt. Hún hefir ekk- ert í framtíöinni að binda sig við. Aftur í liðna tímann tekur hún hann. Minnir á stundirnar,þegar þrá æsku- mannsins, sem jafnvel getur orðið heitari en ástin sjálf, stóð á öndinni og hlustaði, hvort ekki heyrðist bergmál, þó ekki væri nema örlítill ómur af bergmáli, af tónum hennar eigin strengja. Ein sælustundin eftir aðra renna upp í huga hans. Það mótdræga virðist hverfa í hill- ingum fjarlægðarinnar. Jafnvel dauðasorgin, sem þau höfðu borið bæði saman, var sem gleymd. En alt það smáa,mótdræga er hulið, að eins til að gera reiðarslagið, sem batt enda á alla sælu hans, enn þungbærara og ægilegra. o Þessar hugsanir eru ekki í huga hans í fyrsta sinn í kvöld. Dag hvern eru þær óvelkomnir en sjálf- sagðir gestir hans. En einmitt nú, á jólanóttina er þungi þeirra tvö- faldur, beiskja þeirra hálfu rammari en áðar. Kærleiksgjöfin stendur honum fyrir hugskotssjónum og kærleiks- skylda mannanna. En hugsanir þær vakna aðeins til að minna á ófull- komlegleika, kærleiksleysi, hræsni, hégómaskap, bakbit og lygi og alla aðra þyrna, sem virðast þrífast svo undra vel, einmitt þar sem eilífðar- blóm mannkærleikans ættu að vaka hvað fegurst og fjölskrúðugust. Myrkrið verður æ svartara í sál hans. Lengra og lengra ráfar hann inn á þyrnibraut örvæntingarinnar. En þegar hvíld sléttunnar kom í huga hans, var sem ósýnileg hönd bandaðþókendrödd hljómaði. Smátt og smátt komu þær hliðar virkileg- leikans í huga hans, sem bærilegar virtust; þó með allri sinni beiskju. Fyrir yngsta soninn sinn verður hann að berjast. Drengurinn er nú á fermingar aldri. Sonurinn á ekki að erfa hin þungu lífskjör föðursins. Hann skal verða mikill maður, mentaður maður; jafnvel þó það kosti enn meiri fjarlægð milli föður og sonar. Þó það verði þeim enn örðugra að skilja hvor annan. Hitt dettur honum ekki í hug að sjón- hringur sonarins geti víkkað svo að hann skilji sig. Og þetta er eini sólargeislinn í lífi nýlendumannsins, að senda son- inn burtu, svo hann hætti að skilja föðurinn, en skilji aðrar sálir lengra á veg komtiar. Fórnin er dýr, en lntn lýsir upp andlit nýlendumanns- ins er liann tekur á móti jólaóskum barna sinna.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.