Syrpa - 01.01.1914, Síða 5
MÓÐIRIN
67
Ijósinu; þar haföi hún leikið sér á
bökkunum með bróöur sínutn. Litli
stígurinn, sem líi frá garðshliðinu
niður að mjólkurhúsinu, sást greini-
lega — hún þekkti og elskaði hverja
bugöu á honum, því að hann gekk
hún á hverjum morgni þegar hún
var að sækja rjómann.
Henni sýndist lífið svo bjart og
yndislegt, og það var sem hjarta
hennar kólnaði og stirnaði, er hún
hugsaði um dauðann. Hún sneri
sér við á augabragði og hljóp grát-
andi inn í húsið.
Seinna unt nóttina gekk eldri
systirin út í garðinn og mætti þar
dauöanum.
,,Eg bíð“, sagði hann.
,,Eg skal fara með þér“, sagði
hún hugrökk. ,,Eg er kjarkgóð
og þori að mæta þér fyrir bróður
minn. Við höfum leikið okkur sarn-
an, og við höfurn lesið á sömu bók-
ina, eg hefi kent honum þaö litla
sem eg veit; og ætla að fara með
þér í hans staö“.
Dauðinn rétti aftur út hönd sína.
Þá fór hún alt í einu að hugsa um
hvað hún var að gera. Hún stóð á
takmörkum lífs og dauða. En lít'
hennar var ekki eingöngu fyrir hana
sjálfa. Kjarkurinn dvínaði, þegar
hún fór að hugsa um hverju hún
ætlaði að fórna. Hvað tnundi verða
urn elskhuga hennar ? Skógarrunn-
arnir í kring um kirkjuna, dimm-
rauöir í næturhúminu, mintu hana
á leyndardómana sem bundnir voru
við skugga þeirra. Þar höfðu þau
kyst fyrsta kossinn, kossinn sem
gerði líf þeirra svo dýrmætt og sælu-
ríkt. Þarna yið hlið hennar var
rósatréð, sem hún hafði slitið af
rauðu rósina, sem hafði verið tákn
ástar hennar til hans, þegar hún
þorði ekki að tala um hana.
Drengurinn sem lá þarna inni,
þekti ekki þessa laðandi lífsgleði,
svo að hann gat ekki saknað henn-
ar. Ilmurinn í garðinum heillaði
hana; smárinn, mignonettan, nell-
ikan og rósin sendu sæta angan
svölu næturloftinu, þær voru eins
og mjúkir hlekkir sent bundu hana
við þessa jörð, sem hún unni svo
mikið.
Hún þagði og sneri sér við, augu
hennar flutu í sorgartárum, en hana
langaði til að lifa.
Seinast fór móðirin út, um dag-
renningu, er hún hafði kallað á hina
til að vaka hjá drengnum sínum.
Augu hennar vorn svo full af tárum
að hún sá ekki dauðann undir eins.
,,Ó,“ hrópaði hún og studdi
höndunum að brjóstinu, ,,ertu kom-
inn að sækja hann?“
,,Eg kom til þess að taka líf ein-
hvers í þessu húsi,“ sagði dauðinn.
Þá glaðnaði yfir móðurinni, og
hún mælti brosa.ndi og blátt áfrarn:
,,Eg er tilbúin“.
Dauðinn rétti út hendina.
,,Má eg ljúka verki mínu áður en
eg kem til þín?“ spurði hún.
,,Eg skal bíða,“ sagði dauðinn.
Þá fór móðirin inn í húsið og leit
eftir hvort alt væri þar í röð og
reglu. Svvi lét hún bækurnar sínar
og lyklana inn í herbergi eldri dótt-
ur sinnar. Og síðast fór hún inn í
herbergið, þar sem sonur hennar lá
og horfði lengi á hann. Hvorki
maður hennar né dætur þorðu að
yrða á hana. Þegar hún horfði á
drenginn sinn, mintist hún hans, er
hann hafði fyrst veriö lagður í faðrn
hennar nýfæddur; og þegar hún