Syrpa - 01.01.1914, Qupperneq 20
12
SVR.PA
væru hraktir af ofviðrinu; og þar
sem hann óttaðist aB þeir kvnnu aö
sigla nokkrum skipum sínum til
Englands meöan hann væri fjarver-
andi, flýtti hnnn sér til baka. Hann
tók sér aftur bólfestu í Plvmouth
og beiö eftir fregnum um komu
Spán verja.
Þaö stóð á knattleik, sem Drake
og aðrir foringjar voru að leika,þeg-
ar lítil skúta undir fullum seglum
sást renna inn á höfnina. Foringi
hennar steig tafarlaust á land og
flýtti sér þangaö sem sjóliösforingj-
arnir voru. Hann hét Fleming og
var foringi á litlu skozku skipi,
sem var útbúiö til hernaðar. Hann
sagöi foringjunum, aö hann heföi
séö spánska fiotann framundan
Cornwall-ströndum um morguninn.
Foringjarnir fóru aö flýta sér ofan
að sjónum, er þeir fengu þessar
fréttir. Þaö var hrópað út á skipin
eftir bátnum; en Drake stöövaði fé-
laga sína rólegur og heimtaöi að
lokiö væri við leikinn. Hann sagði
að tíminn mundi nógur bæði til
þess, að enda við leikinn og sigrast
á Spánverjum. Hinn dirfskufylsti
leikur, sem nokkurn tíma hefir ver-
ið leikinn, var því hafinn á ný.
Drake og vinir hans miðuðu síðustu
knöttunum með sömu hárvissu still-
ingunni er þeir voru í þann veginn
að miða byssunum sínum með. Síð-
ustu knöttunum var kastað, og síð-
an fóru þeir út á skipin, eins léttir í
lund og rólegir og þeir höfðu verið
á knattfletinum.
Á meðan á þessu stóð höfðu sendi-
boðar verið sendir af stað út um alt
England og merki veriö gefin til
að aðvara hvern bæ og hvert þorp
að loksins væru óvinirnir komnir.
í hverri hafnarborg var samstundis
byrjað á viðbúnaði bæði á sjó og
landi, í hverju héraði og hverjum
bæ var óðara byrjað að safna rnönn-
um og hestum. En bezta vörn
Englands, þá sem ávalt, var her-
skipaflotinn. Eftir að búiö var að
draga skipiti móti vindi út úr Pt'y-
mouth höfn, stýrði yfirflotaforinginn
skipunum vestur með landi i þægi-
legum byr og lét gæta vandlega að
spánska flotanum. Brátt gáfu fiski-
bátar frá Cornwall og merki á landi
til kynna, aö spánski flotinn væri
ekki langt undan landi.
Nú á tímum er England svo vold-
ugt, en Sp'ínn svo vanmáttugur, að
það er ómögulegt, nema með all-
nákvæmri sögulegri athugun, að
skilja, hvaða hætta Englandi staf-
aði af valdi og yfirgangi Spán-
ar, eða gera sér grein fyrir þýðingu
þessara atburða í veraldarsögunni.
England átti þá ekki víðlent ríki á
lndlandi og í nýlendunum, það átti
að eins smábygöirnar í Norður-
Ameríku, sem Raleigh og Gilbert
höfðu nýlega stofnað. Skotland
var sérstakt ríki og írland var enn
þá meiri byrgði og verra uppreisn-
arheimkynni en það hefir verið síð-
an. Þegar Elizabet drottning kom
til ríkis var fjárhagur ríkisins mjög
bágborinn og þjóðin skift. Ófriður
stóð yfir, sem kostaði England síð-
ustu leyfarnar af ítökum sínum á
Frakklandi. Elizabet átti skæðan
keppinautO um völdin, sem allir
kaþólskir stjórnendur studdu að
málum; og jafnvel sumir þegnar
hennar vildu ekki, sökum trúar-
bragðalegs ofstækis, kannast viö að
hún hefði rétt til ríkisstjórnar, og
skoðuðu hana sem rangtrúaðan
María drotning Stúart.—ÞýB,