Syrpa - 01.01.1914, Síða 28

Syrpa - 01.01.1914, Síða 28
90 SYRPA Sir Walter Raleigh hafi átt aöal- þáttinn í þessum ráðagerðum. Fyrst var búin til skrá yfir þá staði, sem líklegt var að Spánverjarnir réðust fyrst á og einnig þá, sem lágu beinast við árás herliðsins, sem prinsinn frá Parma réði vfir. Síðan var tekið til íhugunar með hvaða ráðum mætti koma við skjót- ustunr ogbestum vörnum,hvortheld- ur með víggirðingum eða hersöfnun; og að síðustu var gert ráð fyrir hvernig mæla skyldi óvinunum, ef þeir næðu að stíga á land.“ Nokkrir af ráðgjöfum Elizabetar r&ðlögðu að öll áherzla skyldi lögð á að útbúa landher, og síðan skyldi tekið á nróti óvinunum, er þeir kæmu á land, meö landorustu. En hinunr viturlegri ráðleggingum Raleighs og annara var þó fylgt. Þeir sýndu fram á að nauðsynlegt væri að útbúa fiota, sem mætti Spánverjum á sjónunr, og kæmi í veg fyrir, ef unt væri, að þeir lentu. í herfiota Englands voru þft ekki fieiri en þrjátíu og sex skip; en hentugustu kaupskipum var safnað saman úr öllum höfnum landsins; og, íbúar Lundúna, Bristol og annara stærri verzlunarbæja sýndu sama áhugann í því að útbúa og manna skipin sem aðalsmennirnir í því að safna landher. Sjófarendur af öllum stigum voru jafn fúsir sem aðrir, og 17,742 sjómenn gáfu sig fram til að manna enska fiotann. Skipin, sem safnað varsaman, voru 191 að tölu og stærð þeirra allra var 31,985 smálestir. Eitt skip í flotanum (Triumph) varllOOsmá- lestir að stærð, eitt var 1000 smá- lestir, eitt 900, tvö 800, þrjú 600, fimm 500, fimm 400, sex 300, sex 250, tuttugu 200 og hin þaðan af minni. Hollendingar voru beðnir að leggja lið; og sendu þeir sextíu skip, fremur þó til að verja sjálfa sig en hjálpa Englandi, því þcir sáu hver liætta þeim var búin af því að Spánverjar ynnu sigur. ,,Það eru til nákvæmari skýrslur um skipatölu og allan útbúnað spánska fiotans en þess enska. I bók nokkurri sem er nefnd ,,Sjó- ferðir“ eftir tnann, sem Hakluyt hét, og sem er tileinkuð Effingham lávarði, yfirfiotaforingja Englands, er mjög nákvæm skýrsla um allan útbúnað Spánverja, tekin eftir út- lendum rithöfundi, sem þávaruppi. Mjög nákvæm og löng lýsing af spánverska flotanum var prent- uð og gefin út af Spánverjum. í henni var sagt frá, hversu mörg skip þeir höföu og einnig hversu margir sjómenn og hermenn voru á öllum skipunum. Þá var greint frá, hversu mikið þeir höfðu af byssum,herklæðum, kúlum.kveikju- tundri, púðri og vistum, ásamt öðr- um útbúnaði. Þar við var bætt nöfnum allra skipsforingja, aðals- manna og heldri manna, sem höfðu boðið sig fram til hcrþjónustu, og voru þeir mjög margir. A öllum Spáni var varla nafngreind fjöl- skylda til né þektur maður, er ekki ætti bróður, son eða einhvern ná- kominn á fiotanum. Og allir voru þeir vongóðir um að vinna sér ódauð- lega frægð, aöalstign og auðæfi á Englandi eða Niðurlöndum. Portúgal útbjó og sendi undir stjórn hertogans Medina Sidonia, yfirforingja hersins,sem flotinn fiutti, tíu stórskip, tvö smáskip, 1300 sjó- nienti, 3300 hermenn,390 failbyssur með meiru. Biscay sendi undir for- ustu John Martines de Ricalde, sem

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.