Syrpa - 01.01.1914, Side 34
96
SVRPA
andi“ og sem var hundraö og fjöru
tíu skip talsins, ekki aí5 eins úr
þeirra eigin ríki, heldur elfdur meS
stærstu skipum frá Portúgal, Flór-
éns og frá öðrum löndum —hvernig
hann var af þrjátíu herskipum henn-
ar hátignar og nokkrum kaupskip-
um, undir hinni ftgætu og viturlegu
stjórn Hovvards lávarðar, yfirflota-
foringja Englands,hrakinn og flæmd
ur, fyrst frá syðsta odda Carnwall
til Portland, þar sem þeir á smánar-
legan hátt skildu við Don Pedro de
Valdez á skipi sínu; frá Portland til
Calais, þar sem þeir mistu Hugh de
Moncado og galeiðurnar, sem hann
réði fyrir; cg frá Calais voru þeir
reknir frá akkerum sínum með
sprengieldum og eltir þar til þeir
sáust ekki frá Englandi, utnhverfis
Skotland og írland. Þar bjuggust
þeir við, sökum trúarbragðalegrar
samhygðar, að finna hjálp. Marga
þeirra rotaði brimið á klettum, en
þeír sem á land komust, og sem
voru mjög rnargir, voru samt sem
áður niðurlægðir, drepnir og tekn-
ir höndum. Þeir voru sendir þorp
úr þorpi bundnir satnan, til að flytj-
ast til Englands. Þegar þangað
kom fyrirleit drotningin sökum höfð-
ingslundar sinnar, að láta drepa þá
og einnig að hulda þeim þar kyrr-
um og voru þeir því sendir til baka
til Spánar til að bera vitni um og
segja frá hinum miklu afrekum hins
ósigrattdi og ógurlega flota síns.
Tala hermanna þeirra, stærð skip-
anna, nöfn foringja og annara, á-
samt skrá yfir útbúnað og vistir,
var prentað, eins og til að sýna að
bæði herinn og flotinn væri ómót-
stæðilegir og óttuðust enga fyrir-
stöðu. En með öllu þessu mikla
drambi gerðu þeir ekki svo mikið á
ferð sinni umhverfis England setn
að sökkva né beldur ná á sitt vald
einu einasta skipi eða smábftt frá
oss, né svo mikið sem brenna einn
fjárkofa hér á latidi'1.
Dæmisögur Lincolns.
Lincoln kunni mikið af skrítlum
(sem ekki voru dæmisögur) og sagði
þær manna bezt. Það var oftast
eitthvað, sem fyrir hann hafði sjálf-
an borið.
Einhvern fagran morgun stendur
hann út við glugga í forsetahöllinni
og nokkrir gestir hans hjft honum.
Þá gengur sunnudagsskólabarna-
hópur fram hjá og hrópa í ákefð
húrra fyrir forseta. Honum var
ánægja að horfa á börnin kát og
fjörug, og segir, þegar þau eru
kornin í hvarf:
,,Nú skal eg segja ykkur sögu af
honuin Daníel Webster, þegar hann
var í skóla. (Daníel Webster ereitt
mikilmennið í sögu Vesturheims-
tnanna, þingskörungur frábærlega
mælskur, og stjórnskörungur).
Honum hafði orðið eitthvað á og
átti að ganga frani fyrir kennarann
og að taka við spansreyrsráðningu
í lófann, að þeirrar tíðar sið. En
hann var býsna-óhreinn um hend-
urnar, spítir í snatri í hægri lófann,
sem lemja átti, og þurkar í buxurn-
ar sínar. Rátlir svo fram höndina
þá, svona hálf mokaða, en heldur
hinni fyrir aftan sig. Kennarinn
horfir á höndina dálítið, þessa sem
hann sá, og segir: Heyrðu Daníel,
ef þú finnur hér í bekknum einhverja
hönd enn óhreinni en þessa, þá skal
eg sleppa þér í þetta sinn. Daníel
var ekki seinn á sér að rétta fram
vinstri hendina og segir hróðugur:
,,Hérna er hún, Sir!“