Syrpa - 01.01.1914, Page 35
□
□
□
(S AGA)
Eftir J. MAGNÚS BJARNASON.
Fyrsti Þáttur.
□
5](c
□
□ c
□ n
□
t.
Skakka-húsib.
Þaí5 var síöla dags hinn 28. júní-
mánaöar 1/883, a(5 eg kom til Winni-
peg. Eg hafði verið fimm sólar-
hringa á leiðinni austan frá Nýja
Skotlandi, þar sem eg hafði ált
heima í átta ár. Eg var sextón
íra gamall, einn míns liös, þekti
engan í Winnipeg, og átti þar eng-
an að, nema frændkonu rnína, Sól-
rúnu að nafni, sem eg hafði aldrei á
æfi minni séð. En henni hal'ði eg
skrifað áður en eg lagði af stað fró
f-Ialifax, og eg vissi að hún, að
öllu forfallalausu, mundi mæta mér
á járnbrautarstöðinni í Winnipeg
þenna dag.
Nú var eg kominn til Winnipeg'
— til hinnar ungu framfaraborgar
í hinum frjósama Rauðárdal — til
höfuðborgar hins víðáttu-mikla,
kostasæla, en strjálbygða Norð-
vesturlands í Canada — borgarinn-
ar, sem menn úr ýmsum löndum
streymdu til í þúsunda-tali, og sem
íslendingar í Vesturheimi höfðu
þegar gjört að höfuðbóli sínu. —
Mig hafði lengi dreymt unaðsfulla
drauma um þessa borg, þó eg ung-
ur væri, haföi gjört mér margar
glæsilegar vonir um hana, og haföi
lengi þráð aö sjá hana, og eiga
þar heima; og eg bjóst við að verða
þar ríkur, og ætlaði að una þar alt
til daganna enda.
En Winnipeg-borg var á þeim ár-
um mjög tilkomulítil í samanburði
við það, sem hún er nú. Hún var
þá á gelgjuskeiðinu — að vísu fram-
úrskarandi stórvaxin eftir aldri og
bráðþroska, en fremur sviplítil og
óséleg ásýndum. Nú er hún búin
að ná miklum þroska, stærri svip,
meiri fegurð, meiri fullkomnun; og
hún á óefað eftir aö verða ein hin
allra glæsilegasta stórborg í Vest-
urheimi.
Eg man glögt eftir því, hvað mér
brá í brún, þegar eg kom ti! Winni-
peg, því þar var alt á annan veg en
eg hafði búist við, alt annar svipur
á öllu, en eg haföi í fyrstu ímyndað
mér. Það hafði komið þar steypi-
regn þenna dag, og' var rétt að
stytta upp, þegar eg steig út úr
vagninum. Einhver deyföarsvipur
hvíldi þar yfir öllu, að mér virtist,
vatnið lak enn í stórum dropum af
þakinu á vagnstöðva-skálanum,sem
var fremur ósélegt timburhús og
næsia ólíkt hinni veglegu höll, sem
nú stendur þar. Strætin voru for-
ug og blaut, og stótir leðju-pollar