Syrpa - 01.01.1914, Side 39

Syrpa - 01.01.1914, Side 39
í RAUÐÁRDALNUM 101 og- hetjur. En saga sú var aldrei rituð, og er nú fáum kunn. Húsið sneri í norSur og suöur, og; voru flestir gluggarnir á þeirri hliðinni, sem vissi að ánni. Aðal- dyrnar voru á suður-stafninum, en á norður-stafninum að utan lá stigi, með handriði, upp á loftið. Undir hálfu húsinu var kjallari, sem i fyrstu hafði verið djiipur, en var nú hruninn saman og aldrei notaður. Að utan mátti skríða í tveim eða þremur stöðum inn undir húsið (undir aurstokkana) um holur, sem höfðu myndast af völdum ílóðsins, vorið 1882, og enn var ekki búið aö fylla þær upp eða byrgja þær. Og vindurinn blés þar inn undir gólfið, stundi þar og veinaði ömurlega, og oghélt oft vöku fyrirfólkinu,sem bjó þar uppi á loftinu. En niðri í hús- inu bjó aldrei neinn eftir að þ;>ð skektist, þar var neglt fyrir alla glugga og dyrnar harðlæstar. Við frænka mín gengum upp á loftið í skakka-húsinu. Það brak- aði og brast í stiganum, sem lá upp á veggsvalirnar (eða pallinn) fyrir framan dyrnar, þar sem farið var inn, og handriðið titraði, þegar á það var stutt. Eftir endilöngu loft- inu lá mjór og skuggalegur gang- ur. Oðru tuegin við hann voru sex herbergi, og fimm hinum megin. En á milli annars ogþriðja herberg- is að sunnan, og þeim megin við ganginn, sem hetbergin voru að eins fimm, var bil nokkurt, á að gizka tíu feta breitt. Þar hafði áð- ur legið stigi upp á loftið úr gang- inum niðri, en nú var búið að negla fjalir yfir uppgönguna, og ýmislegt rusl var nú geymt þar í skotinu. Þar var dálítill gluggi á þakinu, og inn utn hann lagði alla þá birtu, sem lýsti upp ganginn, þegar her- bergin voru aftur. Alt virtist benda á það, að lítið væri urn hús þetta hirt. Gangurinn hat'ði auðsjáanlega ekki verið hvít- þveginn í langa tíð. Kalkið var jafnvel hrunið úr veggjunum hér og þar; en þar sem það var ekki hrun- íð, voru gular rákir og sprungur og smá-blettir um það alstaðar. Og hurðirnar fyrir herbergjunum voru flestar af sér gengnar; annað hvort var læsingarjárnið bilað, eða húnn- inn brotinn, eða eitthvað annað að. Eg þóttist strax sjá, að hér byggju eingöngu fátæklingar, og að húsa- leigan mundi vera sérlega lág. Enda komst eg brátt að því, að svo var í raun og veru. Allir sem áttu þar heima, voru nýkomnir til þessa lands. Þar var fátækt daglauna- fólk — sumt af því, ef til viU, hálf- gerð olnbogabörn mannfélagsins — menn og konur, sem að líkindum, á einn eður annan hátt, höfbu liðið skipbrot vona sinna, og' á ættjörð sinni farið halloka í hinni endalausu baráttu, sem háð er urn hvern ein- asta brauðbita. ,,Þetta eru nú herbergin mín, “ sagði frænka mín. Hún benti á fjórar dyr vinstramegin við gang- inn, þegar inn var gengið. Svo sýndi hún mér öll herbergin. Þau voru öll fremur hreinleg og björt, og gluggarnir vissu að ánni. En kalkið á veggjunum var víða brost- ið, og dottið burtu í stöku stað. Eitt af þeim fjórum herbergjum var svefnstofa þeirra mæðgnanna, ann- að var notað sem eldhús og búr og þvottahús, hið þriðja var borðstofa og setustofa, og í hinu fjórða sváftt mennirnir þrír, sem voru þar á fæði hjá Sólrúnu — mennirnir, sem hún

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.