Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 42

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 42
104 SYRPA skyldir, “ sagöi frarnka n ín og helti tevatninu í bollana. ,,Hann hefir bara sagt það í spaugi,‘‘sagði Kjartan. ,,Nógu var hann þó alvarlegur, þegar hann sagði það; og það rann og bogaði af honum svitinn,11 sagði Björn. ,,En hvernig sagði hann það?“ sagði Anna. ,,Já, hvernig sagði hann það á ensku?“ sagði Kjartan. ,,Nú, hann sagði bara ,My fricnd! My friend!' Og hann sagði það í hverju einasta orði.“ Allir brostu nema Arnór. ,,En enska orðið friend þýðir á íslenzku: vinur," sagði Anna, ,,hann hefir verið að kalla þig v i n sinn, af því honum hefir þótt þú vera duglegur. “ ,,Á! Þýðir friend bara v i n u r?“ sagði Björn. (Hann var búinn að vera að eins tíu mánuði í landinu). ,,Jæja, sagði hann, ,,einu gildir. — Eg vil líka heldur vera kallaður vin- ur en frændi.“ Og hann brosti eins og drengur, sem þykist vera góður fyrir sig. ,,En munjð þið ekki eftir mann- inum, sem eg var að segja ykkur frá á laugardaginn var?“ sagði Kjartan. ,,Já, var það ekki hnefaleikamað- urinn mikli, sem þú sagðir að hefði kjálkabrotiö tyrkneska tröllið?“ sagði Björn og skar kraftalega í sundur ketstykkið á diskinum sín- um. ,,Eg hefði, svei mér, haft gaman af aö horfa á svoleiðis leik!“ ,,Nei,“ sagði Kjartan, ,,það var maðurinn, sem hljóp í burtu með dóttur miljónaeigandans í New York. Það var gelið um það í laugardags blaðinu. “ ,,Á! Var það skollinn sá?“ sagði Björn. ,,Eg man að þú sagðir okkur frá því, “ sagði frænka mín og lét ann- an brauðdisk á borðið; ,,en nftðust þau aftur?“ ,,Ja, það er nú saga að segja,“ sagði Kjartan; ,,en eins og þið sjálfsagt munið, þá var miljónaeig- andanum það þvernauðugt, að þau næðu saman, því pilturinn var víst fremur fátækur. Þá tóku ungu hjúin sig saman um að strjúka burtu úr New York og fara til Chicago og giftast þar. ( Og svo var það eina nótt í vikunni, sem leið, að stúlkan fór á danslek með frænda sínum. En rétt fyrir miönættið gekk hún út til að kæla sér, og kom aldrei inn aftur. Daginn eftir kom það í ljós, að pilturinn var líka horfinn frá heimili sínu, og hafði ekki komið lieim um nóttina. Nú var leitað að þeim með dunum og dynkjum, og símskeyti send í allar áttir, en á laugardaginn, sem var, voru þau ekki fundin. Og gamli miljónaeigandinn var hamslaus af sorg og gremju. “ ,,En tóku þau nokkuð með séraf peningum karls?“ spurði Björn. ,,Nei, þau voru ekki að liugsa urn það“, sagði kjartan, ,,en dag- inn áður hafði stúlkan pantsett demants-hálsfesti, sem hún átti,fyr- ir tólf hundruð og fimtíu dölum“. ,,Svo mikið hefði eg aldrei lagt í sölurnar“, sagði Anna; ,,og er viss um að hún hefir tekið það nærri sér, að láta frá sér festina“. ,,Ástin er blind“, sagði frænka mín lágt. ,,En til hvers skrambans var strákurinn að hlaupa í burtu með stúlkuna, fyrst hann fékk ekki neina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.