Syrpa - 01.01.1914, Side 45

Syrpa - 01.01.1914, Side 45
í RAUÐÁRDALNUM 107 urinn likur mér í vexti, getur hann feng'iö einlivern kunningja sinn til aö vekja eftirtekt lögreglunnar á mér“. ,,En þó hann gjöröiþaö, oggrun- ur félli á þig“, sagöi Kjartan og hló, ,,þá getur enginn lifandi maö- ur sannað þaö, aö þú sért þjófur- inn“. ,,Viö öll, sem liér crunt“, sagði frænka mín og studdi hönd undir kinn, ,,við öll, að undanteknum honunt frænda mínumþarna, getum borið þér vitni um það, að þú varst hér iieinta hjá okkur, frá því þú komst úr vinnunni í gærkvöldi, og þangað til klukkan var hálf sjö í morgun. Þú míitt því vera alveg rólegur, og hrinda þessarj hugsun meö öllu frá þér“. Mér virtist það glaðna ofurlítið yfir Arnóri við þessi orö frænku minnar, hann brosti, augun urðu skærari, hann dró djúpt andann, stóð upp og gekk hvatlega út úr borðstofunni. Máltíðinni var nú lokið. Þeir Kjartan og Björu fóru litlu síðar út í bæinn sér til skemtunar, en Arnór gekk niður meö ánni og settist þar á bakkann. Frænka mín fór að þvo upp af borðinu, eftir að hafa lekið sér fáeina bita af leifunum og drukkið einn bolla af tevatni. Á nieðan sagði hún mér, að hún væri að hugsa um að láta mig sofa þar í borðstofunni urn nóttina. Eitt af herbergjunum á loftinu sagði hún að væri tóm*. Daginn eftir ætlaði hún að láta Onnu finna eiganda hússitis og fá þetta herbergi til leigu og þar 6tti eg að sofa framvegis, og hafa þann af b o r ð m ö n n u n- u m hennar fyrir herbergisnaut, sem ntér geðjaðist be-zt að. Eg bað hatia að hafa það alt, eins og hún áliti hentugast, en sagðist halda að v'ð Arnór mundunt eiga bezt skap saman. Og frænka mín brosti blíð- lega, og eg sá, að henni þótti vænt um að eg tók Arnór frant yfir hina. Mún þóttist vita aö eg kendi í brjósti um hann. Og síðar uin kvöldið gengum við Anna fram á Árbakkann. Arnór sat þar og horfði á vatnsfallið. Rauðá veliist þar fram skolmórauð, straumhörb og þögul og þung eins og dauðinn. Nokkuð af lurkum og viðar-rusli barst með straumnum, einkum nærri bakkanum, og ein- staka stór trédrumbur fiaut framhjá lengra út á fljótinu. Og hér og þar á bakkanum stóðu berfættir dreng- ir, og' karlmenn í háuni stígvélum, og voru að reyna að krækja í þessa lurka og þetta rusl, og draga það upp á þurt land, til þess að nota það síðar fyrir eldivið. Bakkinn hinum megin við ána var að sjá víða ávalur og grasivaxinn. Þar voru menn og konur á skemtigöngu í kveldkyrðinni, reikuðu þar fram og aftur og fóru hægt; og af og til barst hlátur ungra manna frá hinu dökkgræna skógarbelti fyriraustan. En á Louis-brúnni stóðu nokkrir nienn, hölluðust fram á handriðið og horfðu íí straumfallið í ánni. Og í kjarrinu, yzt 6 oddanum á Douglas-tanganum. sátu nokkrir unglingspiltar og biðu eftir ljósa- skiftunum, svo þeir gætu baðað sig í ánni alveg óáreittir. En við og við heyrðist þar samt dálítið sltvamp (þó enn væri vel bjart), og stund- um kom eitt og eitl höfuð í Ijós úti á ánni, fram undan oddanum, en hvarf aftur jafnharöan. Alt i einu heyröi eg að gufubátur

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.