Syrpa - 01.01.1914, Side 47
í RAUÐÁRDALNUM
109
umheila viku í hitt skiftið. í hvert
skiftið, sem hann hefir horfið, hafa
þeir Kjartan og Björn spurt um
hann hjá íslendingum (því Kjartan
þekkir alla íslendinga í bænumj,
og eins hafa þeir spurt um hann á
lögreglustöðvunum, en enginn hefir
vitað neitt um hann, enda þekkja
hann fáir, því hann kom til bæjar-
ins í fyrra haust. “
,,En hafið þið ekki spurt hann,
hvað hann hafi verið að fara, þegar
hann hefir komið heim aftur?“
sagði eg. .
,,JÚ, oft og tnörgum sinnum, en
hann segir aldrei neitt um það.“
,,Á hann nokkur skyldmenni hér
í Ameríku?“
,,Ekki hér í Winnipeg. En hann
var um tíma í New York, eftir að
hann kom að heiman, og þar getur
einhver af ættingjum hans verið-
Hann hefir samt sagt mömmu, að
foreldrar sínir væru löngu dánir, en
að hann ætti eina systir á íslandi.“
,,En borgar hann skilvíslega fyrir
fæðið og húsnæðið?“ spurði eg.
,,Já, hann borgar æfinlega fyrir
fram til fullrar viku. “
,,Og hafið þið ekki minstu hug-
mynd um, hvað hann er að sýsla,
þegar hann er í burtu?“ sagði eg.
,,Nei, ekki hina allra minstu. En
Kjartan getur þess til, að hann sé í
einhverju leynifélagi, og verði að
fara suður til Bandaríkjanna við og
við, til þess að vera á fundum þess. “
,,Þettaer alt saman sérlega dul-
arfult og skrítið,“ sagði eg.
,,Já, alveg óskiljanlegt!“ sagði
Anna.
Svo fórum við að tala um alt
annað, og gengum heim að lílilli
stundu liðinni. En Arnór sat alt af
á bakkanum og starði út á ána,
þangað til komið var myrkur; þá
gekk hann upp í herbergið þeirra
piltanna og háttaði.
Löngu eftir að eg var kominn í
rúmið og búinn að slökkva Ijósið,
var eg að hugsa um þenna kynlega
unga mann og það, sem Anna hafði
sagt mér um hann og hin leynilegu
ferðalög hans. Það var eitthvað
svo undarlegt og dularfult og stór-
furðulegt við það, fanst mér, að
hann skyldi af og til leynast í burtu,
og vera að heiman marga sólar-
hringa í einu, án þess að geta um
það við heimafólkið, hvert hann
hefði farið, og hvað hann hefði ver-
ið að sýsla. Og eg fann að mig sár-
langaöi til að komast að þessu ein-
kennilega leyndarmáli — sárlang-
aði til að fylgja honum eftir einhvern
tíma, þegar hann leyndist í burtu,
því eg þóttist vita, að eg mundi þá
fá að sjá og heyra margt furðulegt.
— Og með þessa löngun í hjartanu
sofnaði eg að lokum fyrstu nóttina,
sem eg var í skakka-húsinu.
En Arnór fór eklci til vinnu sinnar
daginn eftir.
H.
O’Brian.
Eg hefi þegar getið þess, að það
hafi verið ellefu herbergi uppi á
loftinu í skakka-húsinu. Og þegar
eg kom þangað, hafði frænka mín
fjögur af þeim til umráða; en daginn
eftir bætti hún hinu fimta við, og
sváfum við Arnór þar í sínum
,,beddanum“ hvor. í hinum sex
herbergjunum bjuggu tvær fjöl-
skyldur, önnur ensk, en hin írsk,
og hafði hvor um sig þrjú herbergi
til umráða. Fjölsky'ldufaðirinn enski
hét Potter, en hinn írski hét O’Bri-