Syrpa - 01.01.1914, Qupperneq 54
116
syrpa
þangað til að eg lét liana niður afl-
ur. Að vísú fletti eg nokkrum
blöðum í henni, en mjög skjótlega,
og án þess, að festa augun á nokk-
urri sérstakri setningu, nema á
fyrstu blaðsíöunni. En það, sem
eg las þar, var þetta:
„HÁLFDAN ARNÓRSSON
BERG —Fort Garry — 24. dag
nóvembermána’bar 1869R
„MADELEINE VANDA
(faóir hennar hvítur, en móóiraf
þjobflokki Cree-Indíána), 22.
ára í októbermánwói 1869. —
Tvœr mílur enskar norbaustur
frá Fort Garry.“
„Mr. HENRY A. S. TRENT,
843 Oak Street, Brooklyn, N. Y„
U. S. A.“
Mér þóttu þessar þrjár smágrein-
ar fremur kynlegar, einkum tvær
þær fyrstu. Og vakti þó ártalið
sérstaklega eftirtekt mína, því eg
vissi ekki til að nokkur íslendingur
hefði verið í Manitoba árið 1869.
Og hver var þessi Miuieleine VandiiP
Og hvað gat Arnór þekt til hennar?
Það var mér alveg óskiljanlegt.
En aftur fanst mér það skiljanlegra,
Mr. Henry A. S. Trent væri mað-
ur, sem Arnór hefði kynst í Brook-
lyn og það gat jafnvel verið Islend-
ingur og frændi Arnórs, þó nafniö
væri enskt.
En þó mér þætti þetta næsta kyn-
legt, þá var annað, sem mig furðaði
enn meira á. Því í bókinni var
laust pappírs-blað og ofurlítil ræma
af eltu skinni, og voru nokkur orð
skrifuð á hvorttveggja. Á papp-
írsblaðinu stóð skrifað á ensku með
fallegri kvenmanns-hönd eftirfylgj-
andi orð:
,, Víó skulum gjöra aöra til-
raun a5 kvöldi hins 14. nœsta
mánaöar. Vinsamlegast E. T.“
En á skinnræmunni stóð mcð
stórum, bláum, rómverskum upp-
hafsstöfum (gjörðum með penn'a):
„MADELEINE VANDA
n--x-“
Þegar eg var búinn að reka aug
un í þetta, !ét eg strax bókina á
þann. staö, sem hún hafði áður
verið, og lokaði kistunni. Eg
fann að eg lrafði gjört rangt með
því, að hnýsast í það, sem mér
kom ekkert við, en sem ef til vill
var alvarlegt launungarmál annars
manns; og eg hafði lengi á eftir
all-mikið samviskubit út af þessu
tiltæki mínu. En hafi eg áður haft
löngun til að forvitnast um hagi
Arnórs, þá var það ekki síður nú,
því nú óx sú löngun mín meira en
um helming og varð að óstjórniegri
ástríðu, sem orsakaði það, að eg
rataði í nokkur furðuleg æfintýri,
sem höföu í för með sér ýmsa erfið
leika og óþægindi, sem eg hefði
annars getað verið alveg laus við.
En hvað sem því líður, þá hefði
saga þessi aldrei verið rituð, ef þetta
atvik hefði ekki fyrir komið, hvort
sem það (að rita söguna) verður
talið með höppum eða óhöpputn.
Eg sagði engum frá því, sein eg
sá í vasabókinni, fyr en mörgum
árum síðar, að eg gat um það við
Arnór sjálfan. En lengi hafði eg
mikil iieilabrot út af þessu. Eg
setti orðin, sem voru á pappírsmið-
snum, í samband við hina kynlegu
burtuveru Arnórs, því frænka mín
hafði sagt mér, að það hefði verið
að kvöldi hins fjórtánda júnímánað-
ar, að hann hefði síðast horfið, og
(Framhald).
i