Syrpa - 01.01.1914, Qupperneq 57
ÞÁTTUR TUNGU-HALLS
119
Upp frá þessum hugleiöingum
hrökk hann skyndilega. Aövörunar-
oröin flugu eins og leiftur gegn um
liuga hans: “En vara'öu þig, maður,
hcr fer önnur líkfylgd á eftir.” Ekki
fanst honum árennilegt aö bíöa og
freista þess, hvernig færi. Þaö var
íífldirfska, er gat haft illar afleiðing-
;•!. Það var ait of mikil alvörusvip-
ur á hinum rnikla riianni, til þess, aö
hann færi að kasta- fram þessari að-
vörun aö ástæðulausu eða út i bláinn,
aö eins til þess að ógna honurn.
I-Iann flýtti sér niður að ánrii, fór
yfir hana og svo heim aftur, og varð
hann einskis var framar á leið sinni.
Ekki sagði liann nokkrum manni
frá því, er fyrir hann kom, í þetta
sinn. Hann hélt þessum kynlega
fyrirburði algerlega leyndum. En
eftir þennan “smala-túr” fór hann
ekki að verða eins ákveðinn i því að
þræta fyrir þaö, aö huldufólk gæti
verið til eða þá einhverjar undra-
verur, cr ekki væri mönnum sýnileg-
ar, nema þær sjálfar vildi.
Tveim árum síðar kom fyrir hann
nýtt atvik, er færði honum fulla vissu
fyrir því, að álfatrúin hefði við góð
og gild rök að styðjast. Eftir það
var hann ötull liðsmaður hinna “trú-
uðu”.
Það var einnig um haust. Jörð var
orðin freðin og fölvuð af snævi; út-
sýni og gengi því ágætt fyrir fjár-
leitarmenn.
Hallur var þá dag einn að líta eftir
fé sínu að vanda og rakti fjárslóð
yfir svo nefndar Finnbogamýrar;
þær liggja allskamt frá Tungubæ og
yzt við mynni Hvannadals.
Fjallsmegin við Finnbogamýrar
Stendur klettur, eða klettar, að sögn,
að útliti svipaðir öðrum klettum. En
þaðan sér nú Hallur koma konu
gangandi og stefna í veg fyrir sig.
Honum þótti þetta skrítið, þvi þarna
lá enginn alfaravegur. Hallur gat
sér til, að kona sú kæmi frá Lágadal
og heföi vilst út af almanna vegi.
Þegar þau mættust réttir hún Halli
höndina þegjandi. Honum flaug í
hug, að stúlkan væri mállaus, eða þá
eitthvað geggjuð á geðsmunum, er
hún hagaði sér þannig. Kona sú leit
út fyrir að vera miðaldra, fríð sýnum
og íagurlega vaxin. Hallur tók í
hönd stúlkunnar á sama hátt, eða án
þess að ávarpa hana um leið. En
lionum brá kynlega við, þvi höndin
var nálega svo heit sem hitað stál úr
eldi. Sagði hann svo sjálfur frá, aö
það heföi verið hin mesta mannraun
sín, er liann myndi eftir, að rikkja
ckki að sér höndinni; enda þótti hon-
um handtak hennar býsna fast, jafn-
framt þvi sem honum fanst sem liönd
sín væri að brenna, — bæði hold og
hein. — Einhvern tíma hafði hann
heyrt getiö um atvik svipað þessu, og
eftir þeirri sögn að dæma hlaut kona
þessi að vera huldukyns, og því
myndi óvarlegt að ýfa skap hennar.
Þessi eldraun stóö þó ckki nema fáar
mínútur, en Hallur varð þó að leggja
fram þá hörku, er hann átt til. Eftir
það fór hönd konunnar að kólna, unz
ckki var eftir utan náttúrlegur varmi.
xiallur leit á hönd sína, er hún slepti,
og bjóst við, að þar sem konan hafði
snert hana, væri alt kolsvart bruna-
sár. En þar sáust engin merki slíks.
Nú ávarpaði hún Hall vingjarn-
lega og bauð honum að íylgja sér til
híbýla sinna, þótt eigi væri þau stór
né ríkmannleg. Hallur þáði boð
hennar með þökkum, því nú þóttist