Syrpa - 01.01.1914, Page 60

Syrpa - 01.01.1914, Page 60
122 SYRPA Vér þekkjum líka fyrstu frum- tungu mannkynsins. Þa'5 mál var okkur sameiginlegt um margar aldir. Fyrir meir en 8 þúsund árum týnduð þiö henni alveg, en nú er hún kend i skólum vorum, þvi vér eiguin slíkar stofnanir, eins og þiö.------- Þú hefir ávalt mótmælt því, meö stóryrðum, frekju og fyrirlitning, aö til gæti verið önnur kynslóö á jörö þessari, þér og öörum ósýnileg nema aö eins örsjaldan. Nú vona eg aö þú sannfærist um, að svo hefir þó verið. Kf nú leyndardómadjúp náttúr- unnar stæði þér alveg opið, myndir þú sjá fleira en okkur, og erum vér huldulýður þó eiginlega ferföld kyn- slóð, ef skifta skal eftir litarhætti. En vér hinir hvltu, erum þó fjöl- mennastir. En þetta á sér einnig stað i ykkar ríki. Og um það, hvernig þessi lita- skifting er til orðin upphaflega, get- ur þú fræðst í vorri stóru og fróð- legu mannkynssögu. En nú skal eg fræða þig um það einnig, að til cru tvær kynslóðir aðrar, sem þið aldrei sjáið, þótt okkur séu þær kunnar. Það eru einnig líkam- legar verur, en standa í flestum greinum skör lægra en við og þið. Þær erti hvorug fjölmenn, en eiga þó sinn heim fyrir sig. , Það er eitt af undraverkum guðs, að hann hefir skapað lifandi líkams- verur alstaðar í jörðu og á, og gjör- fylt þannig alheims rúmið, þrátt fyr- ir þess miklu stærð. Og engin þeirra stendur þó annari fyrir þrifum. Nú sér þú, Hallur bóndi, að það er engin minsta ástæða til þess fyrir ykkur mennina, að þykjast eins vold- ugir og þér látið í veðri vaka; því þúsund þúsundir óþektra kynslóða standa ykkur langt um framar. Þið eruð að eins hverfandi dropi í ómælis hafdjúpi eilífðarinnar. Þið erttö ekki einir, þótt þið ætlið að svo sé.” Hér lyktaði samtali Iialls og huldukonunnar í fyrsta sinn, er fundum þeirra bar saman og kunn- ingsskapur liófst þeirra á milli, sem eftir þetta var viðvarandi um mörg ár. Hafi Tungu-Hallur ekki þókst nregilega sannfærður um það áður, að þessi hulda kynslóð væri til, þá var hann nú í engum vafa um það lengur. Svo sagði hann sjálfur frá mörg- uni sinnum er tilrætt var um liuldu- fólk, að nú gæti hann ef nauður krefði lagt fram fullgildar og ó- hrekjanlegar sannanir fyrir því að þessar mannverur væri til, ef nokkur maður vildi gjörast svo fífldjarfur aö vcfengja sögu sína Sögumaður minn, sem nú er dáinn fyrir meir en 30 árum—þá fjörgam- all—var Tungu-Halli nákunnugur og haföi verið hjú hans um nokkur ár. Hann sagð mér, að Hallur hefði horfið á öllum hátiðum um lengri eða skemmri tíma, og vissi enginn maður hvar hann dvaldi á meðan. En allir trúðu því, að hann væri þá í heim- boði eða heimsókn hjá þessari alda- vinkonu sinni i hulduheimi. Bibliu álfa kvaöst Hallur liafa les- ið. Sagði hann þá bók bæði mikla og merkilega, og að lntn fræddi nákvæm- lega um uppruna þessara tveggja kynslóða, er hann kvað nánar að

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.