Syrpa - 01.01.1914, Side 65

Syrpa - 01.01.1914, Side 65
FLÖSKU PÚKINN. Adam Þorprímsson, þýdd. (Framhald). Einu sinni tókst kífi fcrð íi hencl- ur til Kailúa, til þess a8 heimsaekja þar vini sína og kunningja. Honum var vel fagnaö, og veitt hiö ríku- legasta. En hinti næsta morgun hélt hann aftur heimleiöis og flýtti feröinni, sem mest rriátti hann, því að hann þráöi að komast sem fyrst aftur heim í fallega húsið sitt; auk þess var sú orsök til þess, að hann flýtti svo mjög ferðinni, að næstu nótt áttu hinir framliBnu aBrísaupp tir gröfum sínum, og vera á ferli um fjallshlíSina á Kana-ströndinni. Hann langaBi ekki til þess aB veiBa á vegi þeirra, rétt eftir aS hann var búinn aS vera í tygi við Kölska gamla sjálfan. Þegar hann er rétt kominn frarn hjá Honaundu, kemur hann auga á lconu eina, sem er aB boða sig í sjónum all-langt frá. Hún var ung og vel vaxin, en Kíli tók þó lítiö eftir henni í fyrstu. Þegar hann kom nær, sá hann, hvernig livíti serkurinn henriar flaks- aBist um hana, meBan hún var aö klæöa sig í hann, og svo rauöa kirtilinn sinn utan yfir. Þegar hann kom til hennar, var hún alklædd, og var komin neðan frá sjónum upp aB veg-inum, og stóö þar í rauða kirtlinum sínum. Hún var létt á sér og hress eftir baöiö, og augun voru skær og blíöleg. Kífi stöðvaöi liest sinn, óöara en hann leit á hana og mtelti: ,,Eg hélt aÖ eg þekti hvert einasta mannsbarn í þessu héraöi; hvernig stendur á því, að eg skuli ekki þekkja þig?“ ,,Eg er Kókúa dóttir Kíanos, “ sagöi mærin, ,,og eg er rétt kom- in frá Óahú. En liver ert þú?“ ,,Eg skal segja þérþað bráöum“, sagöi Kífi, og fór af baki. ,,Eg má ekki segja þér það undir eins. Eg þarf fyrst aö spj'rja þig aö einu. Ef eg segi þér til nafns míns, veit eg, aö þú munir kannast við mig, og þá er eg hræddur um, aö þú svarir mér ekki í einlægni. Segðu mér fyrst hvort þú ert gift.“ Kókúa fór aö skellihlæja. ,,Þér er svo sem leyfilegt að spyrja,“ sagöi hún, ,,en ertu sjálfur giftur?" ,,Nei Kókúa, það er eg alls ekki,“ svaraöi Kífi, ,,og mér hefir heldur aldrei kornið það til hugar, fyr en nú á þessari stundu. Hlusta þú nú á játningu mína: Þegar eg mætti þér hérna á veginum og horföi í augu þín, sem ljómuöu eins og stjörnur himinsins, þá hvarf hjarta mitt til þín á samri stundu, hraöar en fuglinn flýgur. Ef þú vilt ekki líta við mér, þá segöu það nú þeg- ar afdráttarlaust og hreinskilnislega, og þá ætla eg aö halda áfram heim til mín;enef þér líst ekki verámig, en aöra unga menn, þá seg þú mér það, og þá ætla eg aö fara heim meö þér til fööur þíns og vera þar í nótt; og svo tölum við viö gamla sæmd- ar manninn á morgun.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.