Syrpa - 01.04.1917, Síða 28

Syrpa - 01.04.1917, Síða 28
26 SYRPA, 1. HEFTl 1917 um. En oröum mun það aukið að hann hafi snúiö nautið úr hálsliön- um, ofj að það hafi verið 9 vetra g'amalt. Aldrei heyrði eg talað um huldufólkssög'una, sem þó getur hafa átt sér stað. Athugasemd. — Heimildir þær, sem eg hefi um Hall bónda í Tungu eru þessar: Vinnukona var hjá for- eldrum mínum, sem hét Málmfríður Bjarnadóttir, ólst hún upp í sömu sveit og Hallur var, sagði hún mér margar sögtir af honum, var eg þá unglingur ; hún var vönduð stúlka, og dó eftir langa veru hjá foreldrunt mínum. Valgerður Einarsdóttir kona mín, er einnig *fædd. og alin upp í þeirri sveit; heyrði hún marg- ar sögur um Hall og afkomendur hans. Helga, kona Sumarliða gull- smiðs og Valgerður kona mín, eru bræðradætur. Eftir að eg varð full- orðinn, var eg öðru hvoru vestur í ísafjarðarsýslu við sjóróðra, og kyntist þar surnum afkomendum Halls; sá eg þar þrjú af börnum hans : Jón, Rebekku, þá fjörgamla, og Engilráð. Rebekka var af með- alhæð, en ákafiega gildvaxin; átta kvenmenn heyrði eg að borið hefðu hennar nafn þegar hún dó. Ein af þeim var María Rebekka, dóttir Kristjáns dannebrogsmanns í Reykj- arfirði, bjó hún á Nauteyri, og mun gamla Rebekka Hallsdóttir hafa dá* ið hjá henni. Nú er komið nálægt 30 árum síðan eg kyntist þessu fólki heima. Markús á Nauteyri. Fyrir og um miðja 19. öld, var sá maður á Nauteyri er Markús hét og var Torfason, hann var hið mesta karlmenni að burðum, mikilvirkur og hagur; heyrði eg sagt að hann hefði slegið túnið á Nauteyri á einni viku, sem annars var ærið nóg fyrir tvo meðal sláttumenn. Drykkju- maður var hann með köfium, og var sagt að hann hefði lariö á drykkjutúr, næstu víku eftir að hann hafði slegið túnið. Vel kom hann sér við nágranna sína, enda mun hann hafa verið merkur maður að mörgu leyti ; sagt var, að hann hefði haft þann sið að kafifæra sig í á, sem er skamt frá Nauteyri, þegar honum fanst ofmikið af víni í sér, rann þá jafnan af honum. Ekki vildi hann láta hlut sinn fyrir nein- um, og glettinn var hann stundum, einkum ef lítilsigldir áLtu í hlut. Einu sinni kom maður til hans, sem bað um flutning yfir í Reykjarfjörð. var það um einnar stundar róður i góðu veðri ; Markús var við ðl og kvaðst til með að fiytja manninn. Fara þeir af stað um dagmál, og eru að hringsnúast um fjörðinn all- an daginn, komust stundum nálægt lendingu í Reykjarfirði, en lentu A Nauteyri um miðaftan, án þess að hafa komið í Reykjarfjörð, og varð maðurinn að fá sér fiutning daginn eflir frá öðrum bæ. Markús hafði það til að vera óvæginn við höfð- ingjana þegar þvi var að skifta og þúaði þá. Um tímabil nokkurt var settur sýslumaður í Isafjarðarsýslu, Magnús stúdent Gíslason. Orti hann bæjarímu um sveitunga sína, og þótti kenna þar keksni. Vís'an um Markús var þannig : Markús þrautum mjög vanur, mælti fauta þúi í öðlings lautuuu ágætur, Eyrar nauta búi. Eins og áður er getið, var umferð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.