Syrpa - 01.04.1917, Side 28

Syrpa - 01.04.1917, Side 28
26 SYRPA, 1. HEFTl 1917 um. En oröum mun það aukið að hann hafi snúiö nautið úr hálsliön- um, ofj að það hafi verið 9 vetra g'amalt. Aldrei heyrði eg talað um huldufólkssög'una, sem þó getur hafa átt sér stað. Athugasemd. — Heimildir þær, sem eg hefi um Hall bónda í Tungu eru þessar: Vinnukona var hjá for- eldrum mínum, sem hét Málmfríður Bjarnadóttir, ólst hún upp í sömu sveit og Hallur var, sagði hún mér margar sögtir af honum, var eg þá unglingur ; hún var vönduð stúlka, og dó eftir langa veru hjá foreldrunt mínum. Valgerður Einarsdóttir kona mín, er einnig *fædd. og alin upp í þeirri sveit; heyrði hún marg- ar sögur um Hall og afkomendur hans. Helga, kona Sumarliða gull- smiðs og Valgerður kona mín, eru bræðradætur. Eftir að eg varð full- orðinn, var eg öðru hvoru vestur í ísafjarðarsýslu við sjóróðra, og kyntist þar surnum afkomendum Halls; sá eg þar þrjú af börnum hans : Jón, Rebekku, þá fjörgamla, og Engilráð. Rebekka var af með- alhæð, en ákafiega gildvaxin; átta kvenmenn heyrði eg að borið hefðu hennar nafn þegar hún dó. Ein af þeim var María Rebekka, dóttir Kristjáns dannebrogsmanns í Reykj- arfirði, bjó hún á Nauteyri, og mun gamla Rebekka Hallsdóttir hafa dá* ið hjá henni. Nú er komið nálægt 30 árum síðan eg kyntist þessu fólki heima. Markús á Nauteyri. Fyrir og um miðja 19. öld, var sá maður á Nauteyri er Markús hét og var Torfason, hann var hið mesta karlmenni að burðum, mikilvirkur og hagur; heyrði eg sagt að hann hefði slegið túnið á Nauteyri á einni viku, sem annars var ærið nóg fyrir tvo meðal sláttumenn. Drykkju- maður var hann með köfium, og var sagt að hann hefði lariö á drykkjutúr, næstu víku eftir að hann hafði slegið túnið. Vel kom hann sér við nágranna sína, enda mun hann hafa verið merkur maður að mörgu leyti ; sagt var, að hann hefði haft þann sið að kafifæra sig í á, sem er skamt frá Nauteyri, þegar honum fanst ofmikið af víni í sér, rann þá jafnan af honum. Ekki vildi hann láta hlut sinn fyrir nein- um, og glettinn var hann stundum, einkum ef lítilsigldir áLtu í hlut. Einu sinni kom maður til hans, sem bað um flutning yfir í Reykjarfjörð. var það um einnar stundar róður i góðu veðri ; Markús var við ðl og kvaðst til með að fiytja manninn. Fara þeir af stað um dagmál, og eru að hringsnúast um fjörðinn all- an daginn, komust stundum nálægt lendingu í Reykjarfirði, en lentu A Nauteyri um miðaftan, án þess að hafa komið í Reykjarfjörð, og varð maðurinn að fá sér fiutning daginn eflir frá öðrum bæ. Markús hafði það til að vera óvæginn við höfð- ingjana þegar þvi var að skifta og þúaði þá. Um tímabil nokkurt var settur sýslumaður í Isafjarðarsýslu, Magnús stúdent Gíslason. Orti hann bæjarímu um sveitunga sína, og þótti kenna þar keksni. Vís'an um Markús var þannig : Markús þrautum mjög vanur, mælti fauta þúi í öðlings lautuuu ágætur, Eyrar nauta búi. Eins og áður er getið, var umferð

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.