Syrpa - 01.08.1920, Side 14

Syrpa - 01.08.1920, Side 14
236 S Y R P A gæta í þjóðlífinu. Vér skiljum ekki, að vér höfum skyldu til aS færa Kanada aÖ gjöf alt, sem vér eigum. Vér skiljum ekki, að vér séum frjalsir raenn í frjálsu landi. Vér skiljum ekki, aÖ Kan- ada vill enga þræla; Kanada vi'H frjálsa menn, djarfa menn, menn og konur sem hafa sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Það getur enginn borið virðingu fyrir þeim manni, sem ekki hefir sjálfsvirð- ingu, sem þýkir minkunn að þjóðerni sínu. Eg vona að það séu þó tiltölulega fáir af íslendingum, sem skamfnast sín fyrir að vera lslendingar, en þeir eru aftur á móti margir, sem ekki finna til þess, að þeir eru ekki að'eins frjálsir að því, að láta síns þjóðernis gæta í kanadisku þjóðlifi, heldur að þeir eru skyldugir til að gera það, ef þeir vilja vera trúir landinu og sjálfum sér. Sá rangi og skaðlegi hugsunailháttur er svo mjög ailmennur, að með því að viðhalda íslenzku þjóðerni séum vér að syíkja Kanada^ með því séum vér að seinka fyrir því, að Islend- ingar verði góðir kanadiskir borgarar. Þessi hugsunarháttur er svo rangsnúinn, ^ð sannleikanúm er alveg snúið við. Því meiri rækt, sem vér sínum þjóðerni voru, því meiri staðfestu og sjálfs- virðingu sem vér höfum, þess betri borgarar verðum vér hér í Kanada, eða hvar sem vér lifum á hnettinum. Þegar vér erum að leggja rækt við þjóðerni vort, þá erum vér að leggja rækt við sjálfa oss, vér erum að leggja rækt við það bezta í eðli voru, vér erum að þjóna voru eigin eðli; vér erum að varðveita þau ö'fl, sem gert hafa oSs að mönnum; vér erum að flytja erfðagulllið til fóstru Vorrar og 'leggja það í hennar kné; vér erum að gróður- setja íslenzkt fræ í þjóðarjarðveginum, til þess að hjálpa til að gera gróðurinn meiri og fjölskrúðugri. Vér erum að leggja vorn skerf til að mynda kanadiskt þjóðerni á komandi tíð. — Þegar kanadiskt þjóðerni er fullþroskað, þá verður það ekki brezkt eða skozkt eða írskt þjóðerni; það verður ekki heldur franskt eða þýzkt eða rússneskt eða sænskt, eða íslenzkt. Nei( það þjóðerni mun hafa sín sérstöku einkenni. Kanadaþjóðin verður þrótt- mikil, göfug þjóð, sem hefir fengið eitthvað gott frá öllum þess- um þjóðflokkum. En Kanadalþjóðin er enn ekki orðin sllík heild með sameiginlegum einkennum, sem landið hefir skapað. Eigum vér lslendingar að afrækja vort’þjóðerni, meðan ver- ið er að móta kanadiskt þjóðerni? Eigum vér ekkert að gefa Kanada af erfðagulli voru? Eigum vér að svíkja Kanada? Eig- um vér að vera eins og núll í kanadisku þjóðlífi? Eða eigum vér engan rétt til að hafa áhrif á kanadiskt þjóðlíf? Erum vér engir

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.