Syrpa - 01.08.1920, Side 36
258
S YRP A
Dufferin lávarbur.
(NiSurlag.)
Eftir þenan langa útúrdúr um íslenzku þjóðina og sögu henn-
ar, skýrir Dufferin lávarSur frá veizlu, sem stiftamtmaSur Trampe
hélt honum, og sem margir helztu Reykvíkingar voru boSnir í
(veizlan byrjaSi kl. 4 e. h. og stóS til kl. I I um kvöldiS). Hann
gefur fyllilega í skyn, aS þar hafi veriS drukkiS fast, og aS þótt
hann hafi veriS lítt vanur þvílíkum “hornaleik”, þá hafi hann
ekki skorist úr leik, til aS halda uppi heiSri ættar sinnar gagnvart
afkomendum víkinganna fornu. Lýsing hans á veizlunni er aS-
dáanlega fyndin, en vingjarnleg, og hann gerir meira spaug aS
sjálfum sér, Fitz (skipslækni sínum) og SigurSi, syni Jónasar, sem
einnig voru í veizlunni, en hinum gestunum. Því miSur er ekki
rúm fyrir þýSingu af þessum kafla bréfsins, sem er fleiri blaSsíS-
ur. — Þótt klukkan væri 1 1 þegar veizlunni lauk, þá var albjart
og fóru þeir félagar því í aSra heimsókn. Þar voru fyrir nokkrir
franskir yfirmenn — af herskipi er lá á höfninni — og var þar loks
slegiS upp dans. ÞaSan fóru iþeir félagar klukkan 1 um morgun-
inn. og meS því enn var albjart, fóru þeir aS sigla á skipslbátnum
sér til hressingar. Sigldu þeir út aS eyju einni fyrir utan höfn-
ina og lentu þar. Á eyjunni fundu þeir undarleg dýr, sem þeir
fyrst álitu aS væru hvítir, eyrnalausir hérar (ra'bbits) meS rauS
nef, en þegar þeir ætluSu aS handsama þesis dýr, þá fengu þau
vængi og forSuSu sér á flugi. Loks tókst þeim aS ná einu þessara
dýra, og kom þaS þá upp úr kafinu, aS þetta voru fuglar, nefnilega
lundar (puffins = alca artica). Duíferin lávarSur segir þessa
sögu auSsjáanlega til þess aS sýna, hvaSa áhrif vínin í veizlunni
höfSu haft á sjón hans og félaga hans, og er frásögnin afar spaugi-
leg. — Um morgunin fóru þeir aS undirbúa ferSina til Þingvalla
og Geysis, en síSar um daginn voru iþeir í veizlu hjá rektor lat-
ínuskólans, og í heimsóknum hjá ýmsum bæjarbúum, til aS kveSja
kunningjana og skiftast á smágjöfum til endurminningar um kom-
una til Reykjavíkur. MeSal annara gjafa, sem Dufferin lávarSur
telur upp, nefnir hann hvítan tóuhvolp, sem konsúll Frakka í
Reykjavík gaf honum, og sem hann segir aS hafi veriS skrítnasta