Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 13
TENGDADÓTTIRIN. 9 Elísabet. »Vagninn hefur beðið í meira enn hálfa klukkustund.« »Og þú líka barnið mitt Brútus,« sagði Margrét hlæjandi. *Eg varð að taka á allri minni mælsku, til þess að fá manninn minn til þess að hætta við þessar hræðilegu heim- sóknir, en þegar hann er yfirunninn, þá kem- ur þú, Elísabet. Eg segi þér það alveg satt, eg get ekki fengið mig til þess nú, að heim- sækja fólk, sem eg hefi aldrei séð og langar ekkert til þess að kynnast, vera blíð og góð við það og segja það, sem manni er þvert um geð. Viltu nú hringja á Katrínu fyrir mig, eg . ætla að biðja hana að bera fram ferðafötin • mín og skila til hestasveinsins, að taka hestana frá vagninum og fara með þá burtu.* »Eg skal hringja á Katrínu og biðja hana að hjálpa þér til að fara í ferðafötin. Rú ættir að gera mömmu það til geðs að heim- sækja nágranna okkar. Gunther, þú ættir nú að hjálpa mér til þess, að koma konunni þinni af stað.« aþað get eg því miður ekki,« sagði hann með hátíðlegum hæðnissvip. »Eg hefi alveg r.ýskeð undirritað friðarskilmálana, og heim- sóknirnar eru ncasus belli« milli Margrétar og mín. En þú ættir sjálf að reyna til þess að fá hana til þess áð fara í þessar heimsóknir. Kvenfólkið hefur svo gott lag á að sannfæra hvort annað.« »Rú mátt skammast þín, hræsriarinn þinn,« sagði Margrét og tók í hárið á manni sínum. »En mér finst nú lítið í það varið að verða ávalt að hegða sér eins og móðir manns vill.« Hann leit upp og horfði alvarlega á hana. »Af hverju ertu svona alvarlegurá svipinn?* sagði Margrét. »Vertu nú ekki að ýgla þig, það á ekki við þig.« Pví næst strauk hún með hendinni yfir um ennið á honum og sagði: »Líttu nú á úrið þitt. Aður en tíu mínútur eru liðnar, skal eg vera komin hingað aftur ferðbúin.® Áður en tíu mínútur voru tiðnar, var Mar- grét komin aftur inn í herbergið til mannsins síns og hafði nú klæðst skrautlegum ferðaföt- um úr Ijósbláu silki, sem fóru henni mjög vel. »Hvernig lízt þér nú á mig?» sagði hún, þegar hún var sezt upp í vagninn og hestarnir hlupu af stað. Hann sagði ekkert en greip hönd hennar og kysti hana. »Hvert eigum við að fara fyrst?« spurði Margrét. »Fyrst förum við til Berge frænda míns á »Clausthal«. Pau eru nýkomin heim frá Carls- bað, hann og kona hans. Son þeirra, land- ráðið, þekkir þú.« »Er frændi þinn gamli eins lærður og eins sein-tekinn og sonur hans?« »Reir éru alveg ólíkir,« svaraði Gúnther. »Gamli frændi minn er hreinn og beinn harð- stjóri. Á hans heimili er öllu haldið í göml- um skorðum — það er orðtak hans. Mig álít- ur hann fífldjarfan heimskingja, sem láti líf sitt í gálganum. — En eg vil ekki gera þig hrædda við hann áður en þú kynnist honum.« sRínir fjandmenn eru einnig mínir fjand- menn,« sagði hún með ákafa. »Af því sem þú hefur sagt, get eg ráðið, að þér er illa við frænda þinn.« Mikill hiti var þennan dag og það var svo kyrt, að ekki blakti hár á höfði. Engisprettur suðuðu í skurðunum meðfram veginum og haukurinn sveif svo hátt upp í loftinu, að hann var að sjá eins og dálítill svartur depill. íRarna er Clausthal,* sagði Gúnther og benti um leið á rauða höll, er sást óglögt i gegnum lauf Kastaníutrjánna. Skömmu síðar óku þau gegnum garðinn, upp að hallardyrunum. Alt var þar að sjá í röð og reglu utan húss, og þegar inn var kom- ið, var þar sama reglusemin á öllum hlutum. Höllin var orðin gömul og herbergjaskipuninni og öllum útbúnaði þeirra mjög ábótavant. Gúnther og konu hans var vísað inn í stórt herbergi, og var hálfdimt þar inni, því að fyrir utan gluggana voru stór tré, svo nálega enga birtu lagði inn í herbergið. Par tók á móti þeim lágvaxin, öldiuð kona, mjög látlaust klædd. Það var frú von Berg. < 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.